is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37819

Titill: 
 • Titill er á ensku Effects of fish protein hydrolysate-enhanced live prey on cod (Gadus morhua L.) larval development : protein expression and stimulation of selected innate immune parameters
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þorskeldi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en hefur þó ekki gengið sem skyldi, meðal annars vegna mikilla affalla og slakra gæða lirfa og seiða á fyrstu stigum eldisins. Ónæmiskerfi þorsklirfa er lítið þroskað við klak og þurfa lirfur því að reiða sig eingöngu á ósérhæfða ónæmissvörun fyrstu mánuðina, eða þar til sérhæfða ónæmiskerfið hefur náð fullum þroska.
  Fyrri rannsóknir gefa vísbendingar um að auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum hafi jákvæð áhrif á vöxt og þroska þorsklirfa ásamt því að örva lykilþætti í ósérhæfðu ónæmissvari þeirra. Megin markmið verkefnisins var því að leita leiða til að efla ósérhæft ónæmissvar lirfa sem og að þróa áreiðanlegar aðferðir til að meta hvort auka megi gæði lirfa við mismunandi fóðrun. Markmið verkefnisins var einnig það að greina hvort auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum hefði mismunandi áhrif á lirfur af villtum samanborið við eldisuppruna og þá í hverju sá munur mögulega fælist. Markmið verkefnisins var ennfremur að setja upp aðferðir próteinmengjagreiningar við Háskólann á Akureyri og aðlaga til greiningar á tjáningu próteina í meltingarvegi þorsklirfa á fyrstu þroskaferlum.
  Niðurstöður verkefnisins benda til þess að aðferðir próteinmengjagreiningar geti verið hentug leið til að kanna áhrif meðhöndlunar á próteinframleiðslu í meltingarvegi þorsklirfa. Niðurstöður próteinmengjagreiningar sýndu að flest þau prótein sem greind voru tengjast einmitt þroska og vexti lirfanna. Eldistilraunirnar gáfu þó ekki tilefni til að ætla að þroski eða vöxtur meðhöndlaðra lirfa væri betri en þeirra ómeðhöndluðu. Niðurstöður ónæmisvefjalitunar benda til þess að auðgun fæðudýra með ufsapeptíðum leiði til hraðari þroska og bættra gæða lirfa og geti þannig haft jákvæð áhrif á fyrstu stigum eldisins. IgM og lýsósím greindust í öllum meðhöndluðum lirfum og var svörunin mun sterkari og jafnari í meltingarvegi og á yfirborði meðhöndlaðra samanborið við ómeðhöndlaðra lirfa. Niðurstöður gefa jafnframt vísbendingar um að auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum stuðli að sterkbyggðari vefjalögum og hafi þannig jákvæð áhrif á þroskun þorsklirfa. Niðurstöður benda einnig til þess að einstaklingsmun megi hugsanlega jafna út við auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum. Ekki hefur verið greint samband á milli afkomu seiða og áhrifa meðhöndlunar með ufsapeptíðum á próteintjáningu valinna próteina sem tengjast vexti og þroskun.

 • Útdráttur er á ensku

  Poor survival and quality during early developmental stages of Atlantic cod (Gadus morhua L.) is the main bottleneck in cod aquaculture and has been one of the main obstacles for further development within the industry. The immune system of Atlantic cod larvae is not fully developed at hatch and the larvae therefore have to rely on innate immune parameters during the first month following hatching.
  Live prey enhancement using fish protein hydrolysates has been found to benefit normal development and growth and stimulate key parameters of the innate immune system of cod larvae. The overall aim of the study was to investigate an approach for the stimulation of the innate immune response of larvae of wild-caught as compared with cultured origin, through live prey enhancement using a pollock (Pollachius virens) protein hydrolysate. The aim was further to compare different analytical approaches, proteomics and immunohistochemistry, with the overall aim to develop reliable methodologies for analysing the effects of various treatments of cod larvae. The study also included the introduction of methods for proteome analysis at the University of Akureyri for analysis of protein expression in early cod larvae.
  The results indicate that proteomics may be an expedient approach for analysing the effects of a pollock protein hydrolysate enhanced (PHE) live prey in cod larvae. The results indicate that PHE live prey may stimulate the expression of proteins involved in larval growth and development, with most of the differentially expressed proteins identified related to larval development and growth. There were indications that PHE live prey stimulated the production and distribution of selected parameters of the innate immune system of larvae in treated as compared with untreated larvae. Treated larvae displayed a more prominent and even response of both IgM and lysozyme and the immunohistochemical studies indicated improved development of the digestive tract in treated as compared with untreated larvae. Also, the results indicate a more uniform quality amongst larvae when using fish protein hydrolysate enhancement of the live prey.
  The connection between larval survival and effects of PHE treatment on protein expression of chosen proteins that are involved in larval growth and development has not been established.

Samþykkt: 
 • 30.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Masterthesis_B5_HugrunLisa.pdf4.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna