is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3782

Titill: 
  • Réttur barns til að tjá sig í forsjár - og umgengnisdeilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið barn er skilgreint í íslenskum lögum sem einstaklingur undir 18 ára aldri. Börn þurfa á vernd og umhyggju fullorðinna einstaklinga að halda til að ná fullum þroska en sá réttur er tryggður í 2. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944. Þau eiga ekki þann rétt sem fullorðnir hafa til að ráða yfir sjálfum sér og taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin málum. Þau þurfa því einhvern til að sjá um sig. Í flestum tilvikum eru það foreldrar sem sjá til þess að börn þeirra komist til fullorðinsaldurs og hlýtur það að teljast eitt af grundvallarréttindum hvers barns og grundvallarskyldum hvers foreldris. Þó svo að flest börn búi í skjóli foreldra sinna er raunin stundum sú að barn býr ekki hjá eða elst upp hjá báðum foreldrum. Sem dæmi má nefna að árið 2007 voru lögskilnaðir á Íslandi alls 515 og sambúðarslit voru 603 talsins. Af þessum fjölda var minna en helmingjur hópsins barnlaus. Ekki er í öllum tilvikum möguleiki á sameiginlegri forsjá og rísa því iðulega deilur á milli foreldra um forsjá og umgengni við barnið.
    Þessi ritgerð fjallar um rétt barns til að tjá sig í forsjár- og umgegngisdeilum. Í því samhengi verður stuðst við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, í daglegu tali nefndur Barnasáttmálinn , og réttarstöðu hans á Íslandi. Þá mun sérstaklega verða litið til 12. gr. hans sem fjallar um virðingu fyrir sjónarmiðum barnsins. Í framhaldinu verður fjallað um áhrif sáttmálans á íslenska löggjöf í tengslum við forsjár – og umgengnisdeilur og hversu langt er gengið til að fullnægja ákvæðum sáttmálans í íslenskum rétti. Dómaframkvæmd eða norrænn réttur verður hins vegar ekki til umfjöllunar í ritgerðinni enda ónauðsynlegt þegar fjallað er um beina tengingu Barnasáttmálans við hina íslensku löggjöf.

Samþykkt: 
  • 1.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heidrun_Bjork_forsida_fixed.pdf46.3 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Heidrun_Bjork_fixed.pdf240.35 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna