en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37821

Title: 
 • Title is in Icelandic Dagforeldrakerfi höfuðborgarsvæðisins: Verkefnamat
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerð þessari er lýst mati á dagforeldrakerfi höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin er eigindlegt verkefnamat og er megintilgangur þess að varpa ljósi á kosti og galla dagforeldrakerfisins sem er við lýði í dag og setja fram ábendingar um úrbætur og nýja sýn á fyrirliggjandi kerfi. Vonast er til að ritgerðin geti orðið efniviður í áframhaldandi uppbyggingu dagforeldrakerfis sveitarfélaganna.
  Verkefnamatið byggir annarsvegar á viðhorfum hagsmunaaðila, þ.e. foreldra ungra barna sem nýtt hafa sér þjónustu dagforeldra síðustu tvö ár, dagforeldra með að minnsta kosti tíu ára starfsreynslu og fulltrúa sveitarfélaganna sem fara með málaflokkinn. Hinsvegar byggir það á rýni í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005, auk annarra laga, reglugerða, skýrslna og úttekta sem taka til málaflokksins.
  Með verkefnamatinu er leitast eftir því við viðmælendur að þeir deili sinni reynslu af dagforeldrakerfinu, þjónustunni, skoðunum sínum og ábendingum um núgildandi kerfi. Reynt er að draga fram nýja sýn á dagforeldrakerfið og óskað eftir því við viðmælendur að þeir komi með hugmyndir að úrlausn þeirra þátta sem gagnrýnin beinist mest að og þeir spurðir hvort þeir hafi í huga einhverjar nýjungar sem þeir vilja sjá í kerfinu með úrbætur í huga.
  Niðurstöður benda til þess að margt megi betur fara í dagforeldrakerfinu og styrkja þurfi stoðirnar. Reynsla foreldra og dagforeldra er misgóð en almenn ánægja virðist ríkja um dagforeldrakerfið. Ágætar tillögur til úrbóta á núverandi kerfi komu fram í rannsókninni og bar þar hæst hækkun á niðurgreiðslu til foreldra með mögulegu þaki á gjaldtöku dagforeldra og aukið eftirlit og umsjón með dagforeldrum. Auk þess má nefna nýjungar í umsóknarferlinu, gegnsærra biðlista- og umsóknarkerfi og upptöku námskrár fyrir dagforeldra.

 • This master thesis is an assessment of the day-care system in the capital area of Iceland. The thesis is a qualitative evaluation, the main purpose is to look at the pros and cons of the day-care system that is currently used and to come up with ways to improve it, both for parents and day-care workers. The hope is that the thesis can be an input in the structure of the system.
  The evaluation is based around interviews conducted with beneficiaries of the day-care system. Day-care workers with at least ten years of experience, parents of young children that used the system in the past two years and representatives from the local councils. Alongside the interviews legislation governing home run day-care centers, reports and independent audits were evaluated to get a holistic understanding of the system.
  The interviews looked to extract the experience and knowledge of different beneficiaries of the system, their views and what they believe can be improved upon within the current system. During the interviews participants were asked how to improve specific parts of the system that they were critical of and to describe their thoughts on a possible novel approach to providing these services.
  The results indicate that there are many factors within the system that need reform. The experience of parents and day-care workers regarding the system cuts both ways but in general the system appears well liked. Suggestions regarding reform such as increased subsidies to parents and a payment ceiling were among the most discussed. Other suggestions such as improved monitoring and supervision of day-care workers, new methods of applying for children, transparent waiting lists and applications and implementation of a specific curriculum for day-care workers were also discussed.

Accepted: 
 • Apr 30, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37821


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð-MPA-2021_yfirlesið (til útprentunar).pdf819.03 kBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf225.34 kBLockedDeclaration of AccessPDF