is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37822

Titill: 
  • "Kynfræðsla í grunnskóla gekk út á að setja smokk á banana og hræðsluáróður": Upplifun ungmenna á kynfræðslu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Kynfræðsla á Norðurlöndunum hefur verið talin vera ein sú besta í heiminum. Samt sem áður hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að hún standist ekki þær kröfur sem ungmenni hafa til hennar. Einnig hefur verið umræða um algengi kynbundins ofbeldis og hvernig er hægt að sporna við því. Markmið þessarrar rannsóknar er að skoða stöðu kynfræðslu á Íslandi út frá fræðiheimildum og upplifun ungmenna á kynfræðslu á Íslandi. Spurningarlisti um upplifun ungmenna á kynfræðslu var sendur út á samfélagsmiðla og í kjölfarið voru gögnin úr honum greind með bæði megindlegri og eigindlegri aðferðafræði. Þátttakendur könnunarinnar voru 18-29 ára ungmenni á Íslandi. Notast var við lýsandi tölfræði sem og gagnavinnslu í SPSS í megindlega hlutanum og þemagreiningu á opnum spurningarboxum í eigindlega hlutanum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kynfræðslu er almennt ábótavant óháð skólastigi og kyni. Einnig bentu þær til þess að ungmenni telja að aukin kynfræðsla gæti minnkað tíðni kynferðislegs ofbeldis og má sjá vægan mun á tíðni kynferðisbrota í Svíþjóð og á Íslandi, með færri brot í Svíþjóð. Það eru því vísbendingar um það að ungmenni á Íslandi séu ekki ánægð með núverandi mynd af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins.

Samþykkt: 
  • 30.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Guðný Rós Jónsdóttir lokaeintak.pdf4.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf143.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF