is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37823

Titill: 
  • Að fanga þig og tímann: Rannsókn og sýning á ljósmyndasöfnum Sigríðar Ingvarsdóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er hluti 60 eininga meistaraverkefnis í þjóðfræði, en hinn hluti verkefnisins er sýningin Að fanga þig og tímann, sem ritgerðin gerir grein fyrir. Sýningin var helguð ljósmyndasöfnum tveggja ljósmyndara, þeirra Sigríðar Ingvarsdóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur. Ljósmyndasöfn sem þessi veita tækifæri til að horfa til margra þátta ljósmyndarinnar sem fyrirbæris. Saga ljósmyndunar fléttast inn í sögu Sigríðar og Ragnheiðar þar sem framþróun innan ljósmyndagreinarinnar hefur áhrif líf þeirra beggja. Eins gefst tækifæri til að skoða hvernig hin persónulega notkun á ljósmyndinni, sem tæki til að muna liðna tíð og minnast þeirra sem eru okkur kærir, birtist í myndasöfnum sem þessum. Í tilviki Ragnheiðar, áhugaljósmyndarans, geyma sex albúm frásögn hennar og viðhorf til lífsins en í tilviki Sigríðar, atvinnuljósmyndarans, má sjá þá hefð sem skapaðist hér á landi á seinni hluta 19. aldar að sækja ljósmyndastofuna heim og láta skrásetja ólík tímabil og viðburði ævinnar. Í gegnum ljósmyndasöfn sem þessi má nálgast ljósmyndina sem fjölbreytta heimild um menningu og samfélag en einnig sem persónulega heimild um líf einstaklinga, tengsl og samskipti.
    Sýningin Að fanga þig og tímann opnaði 1. maí 2018 í Safnahúsinu á Húsavík. Á sýningunni var farin var sú leið að lýsa með vissum þemum ákveðnum þáttum í ljósmyndasöfnum þeirra Sigríðar og Ragnheiðar. Úrval mynda úr báðum söfnum varð fyrir valinu en einnig var sjálfsmyndin, hvernig við birtumst öðrum og okkur sjálfum á ljósmynd, skoðuð. Samfélagsleg viðhorf til æskunnar, móðurhlutverksins og náttúrunnar voru tekin fyrir en einnig var fjallað um hlutverk ljósmyndarans sem skrásetjara. Stutt var við þemu sýningarinnar með sýningartextum sem lýstu ævi og örlögum Sigríðar og Ragnheiðar en fjölluðu einnig um hlutverk ljósmyndarinnar í menningu okkar. Við vinnslu á sýningarbæklingi og sýningartextum var leitað til fjölbreyttra heimilda sem tengdust persónulegu lífi Sigríðar og Ragnheiðar sem síðan voru settar í stærra samhengi kenninga um ljósmyndina og sögu ljósmyndatæknarinnar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AðFanga_Skemma.pdf5.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_3101.jpeg2.99 MBLokaðurYfirlýsingJPG