is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3783

Titill: 
  • Hver er FíaSól, hvað má af henni læra? : barnabækur sem námsgögn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar B.Ed. ritgerðar er að kanna hvernig hægt er að nýta barnabækur í kennslu og þá sem kennsluefni. Fjallað er stuttlega um hvað barnabók er og dæmi tekin um gildi hennar í kennslu. Barnabækur eru gæddar mörgum kostum og fjallað er m.a. um orðaforða í þeim og hvort þar sé að finna einhver merki um trúarleg og siðferðisleg gildi. Bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um FíuSól eru sérstaklega kannaðar með það að leiðarljósi að átta sig á af hverju bækurnar ná þeim vinsældum sem raun er. Lögð var fyrir könnun hjá nemendum í 3. bekk. Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að mun fleiri stelpur lesa bækurnar um FíuSól heldur en strákar. Könnunin sýndi einnig að börnum finnst hún skemmtileg og þau kunna vel að meta uppátæki hennar. Viðtal var tekið við höfund og það fléttað inn í umfjöllunina.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um söguaðferðina og hvernig hún getur nýst í kennslu barnabóka. Að lokum er söguaðferðin mátuð við bókina FíaSól á flandri og gerður sögurammi utan um þá bók.
    Lykilorð: Sögurammi, kennsluefni.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3783


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrunBrynjolfsdottir_PDF.pdf517.69 kBLokaðurHeildartextiPDF