Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/37830
Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að fjölmiðlar og íþróttir séu ákveðinn vettvangur til að viðhalda staðalímyndum kynjanna og hafa þær einnig sýnt að hallað sé á konur á báðum sviðum. Konur hafa í gegnum tíðina átt erfitt uppdráttar í íþróttaheiminum sökum þess að íþróttir hafa verið tengdar við karlmennsku og að því sögðu ætlaðar körlum. Upphaf keppni í kvennaíþróttum má rekja til Ólympíuleikanna þar sem konur fengu sín fyrstu tækifæri til að láta ljós sitt skína. Fjölmiðlaumfjöllun um kvennaíþróttir hefur þó í gegnum árin verið heldur minni en umfjallanir um karlaíþróttir.
Markmiðið rannsóknarinnar var að greina umfjöllun Morgunblaðsins um íþróttakonur og íþróttakarla sem tekið hafa þátt í frjálsum íþróttum og sundi á Sumarólympíuleikunum. Rannsóknin spannaði vítt tímabil, frá 1948-2016. Helstu niðurstöður voru þær að á fyrri árum leikanna fengu íþróttakarlar meiri fjölmiðlaumfjöllun en íþróttakonur. Eftir því sem árin liðu og kvenkeppendum fjölgaði, jókst umfjöllun um kvenkeppendur samhliða. Líkt og fyrri rannsóknir hafa sýnt má sjá kynjamun á orðræðu og myndbirtingum um íþróttakonur og karla.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð-dianaolafsd.pdf | 1,34 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_Yfirlysing_um_medferd_lokaverkefnis_dianaolafsd.pdf | 109,11 kB | Locked | Declaration of Access |