en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37839

Title: 
  • Title is in Icelandic „...pínu stólað á heppnina“: Upplifun starfsmanna á upplýsingamiðlun í fyrstu bylgju COVID-19
  • “…relied a little bit on luck”: Employee experience of information delivery in the first wave of COVID-19
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Heimsfaraldur COVID-19 fór ekki fram hjá mörgum. Verkferlar og starfshættir starfsheilda breyttust ört í baráttunni við að ná tökum á þessari vá. Félagsleg tengsl og líðan fólks lét á sjá. Í ljósi þessara síbreytilegu aðstæðna var brýnt að rannsaka hvernig upplýsingar skiluðu sér innan starfsheilda. Markmið rannsóknarinnar „...Pínu stólað á heppnina“ var að ná utan um sameiginlega upplifun almennra starfsmanna á upplýsingamiðlun í fyrstu bylgju COVID-19. Rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun starfsmanna Bæjarskrifstofa Kópavogs á upplýsingamiðlun í fyrstu bylgju COVID-19? Til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni, var eigindleg rannsóknaraðferð notuð. Þar var stuðst við fyrirbærafræðilegt sjónarhorn við öflun gagna og greiningu á þeim, með áherslu á að ná innsýn og skilning á upplifun þátttakenda á upplýsingamiðlun. Viðtöl voru tekin við ellefu starfsmenn af ólíkum deildum, þriggja ólíkra sviða Bæjarskrifstofanna. Fræðilegt sjónarhorn var út frá mannauðsstjórnun og lykilhugtök rannsóknar voru: Upplýsingamiðlun, líðan starfsmanna og áfallastjórnun. Þemun sem birtust rannsakanda í greiningarferlinu voru: Upplýsingar tilviljanakenndar, söknuður vinnufélaga og rafræn bylting. Helstu niðurstöður gáfu til kynna að eftirfylgni í upplýsingamiðlun bæjarins var ábótavant. Starfsmenn söknuðu raunverulegra samskipta við vinnufélaga. Starfsmenn voru ánægðir með TEAMS fundarkerfið. Flestir telja að fjarvinna í einhverri mynd sé komin til að vera, þó ekki í þeirri ýktu mynd sem gripið hefur verið til á tímum COVID-19. Viðtölin voru greind með fyrirbærafræðilegri aðferð. Slík nálgun rannsakar svör þátttakenda með opnum huga til að koma auga á þemu sem lýsa því fyrirbæri sem verið var að rannsaka. Við greiningu kom kjarni viðfangsefnis í ljós: Skilningur og söknuður.

  • None has been unaffected by the COVID-19 global pandemic. The work processes and practices of entire organizations have changed in response to this menace. People’s social connections and wellbeing have been impacted. This rapid change called for research into how information is received within organizations. The goal of this research was to examine a staff’s collective experience of information delivery in the first wave of COVID-19. The stated question was: What is the experience of the Kópavogur town hall staff of information delivery in the first wave of COVID-19? A qualitative research method was used to answer this question. The method uses a phenomenological approach to information gathering and analysis, with emphasis on understanding and gaining insight into the participants’ experience of information delivery. Eleven staff members of various departments in three different divisions were interviewed. The theoretical focus of this research was the theory of human resources management and the key concepts were: Information delivery, staff wellbeing and crisis management. The themes revealed in the analytical process were: Randomness of information, missing one’s colleagues and electronic revolution. The research indicates that follow-up was lacking in the town’s information delivery. Staff members missed actual communication with their colleagues. Staff were pleased with the TEAMS remote meeting software. Most believe that some form of “working from home” is here to stay, although not to the extent required by the pandemic. The interviews were analyzed using a phenomenological approach. This method analyses the participants’ answers with an open mind in order to identify themes relating to research’s query. The analysis revealed the core topics of the research: understanding and absence.

Accepted: 
  • May 3, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37839


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman Nanna.Bjork.Runarsdottir MS.ritgerð.júní 2021.pdf533.91 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman yfirlysing v. MS.ritgerdar.NBR..pdf44.64 kBLockedDeclaration of AccessPDF