is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37858

Titill: 
  • Skekkjast fréttir á langri leið?: Orðræðugreining á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málefni Afríku
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var leitast við að varpa ljósi á þá orðræðu sem kom fram í íslenskum fjölmiðlum varðandi málefni tengd Afríku. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þau viðhorf til Afríku sem koma fram í fjölmiðlum á Íslandi í gegnum ríkjandi, víkjandi og fjarverandi orðræðu þeirra. Sá kenningarammi sem stuðst var við í rannsókninni var byggður upp af mótunarhyggju, póststrúktúralisma, síðlenduhyggju annars vegar og kenningum um dagskrárvald og innrömmunaráhrif fjölmiðla hins vegar. Með þessar kenningar að leiðarljósi var framkvæmd orðræðugreining þar sem þrjú tilvik sem öll tengjast Afríku voru tekin til greiningar. Tilvikin voru hryðjuverkasamtökin al-Shabaab, ebólu-faraldurinn í Vestur-Afríku og Samherjamálið. Fréttir sem birst höfðu í íslenskum fjölmiðlum innan ákveðinna tímabila voru orðræðugreindar og þrjú þrástef afmörkuð fyrir hvert tilvik fyrir sig sem fjölluðu um orðræðu og viðhorf til Afríku á einn eða annan hátt. Í öllum þremur tilvikunum kom fram einhverskonar öðrun það sem hóparnir við og hinir voru greinilegir. Þá voru skýr mörk hverjir flokkuðust til okkar og hverjir til hinna. Auk þess kom fram skekkt umfjöllun í formi rangra eða villandi upplýsinga og fjarverandi orðræðu. Í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málefni Afríku var rauður þráður að umfjöllunin færðist yfir á íslenskt samfélag frekar en að fjalla um þau samfélög í Afríku sem atburðirnir höfðu mest áhrif á.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation was to examine Icelandic media discourse on issues connected to Africa. The purpose of the research is to view the conception of Africa that appears in Icelandic media. The theoretical framework used for the analysis consisted of constructivism, poststructuralism and postcolonialism as well as agenda-setting theory, and framing effects. Using this theoretical framework, discourse analysis on three cases connected to Africa was conducted. The cases analysed were the terrorist organization al-Shabaab, the ebola outbreak in West Africa, and the Fishrot scandal (Samherjamálið). For each case, three discursive themes were analysed that all described a certain conception of Africa. Othering was a common theme as the groups us and them were visible in the texts and clear distinction of who belonged to the group us and who belonged to them. Additionally, a skewed version of events was portrayed in the media, both in the form of wrong or misleading information as well as a certain absence in discourse. A running theme in the Icelandic media coverage regarding African matters was that the media coverage was rather aimed at Icelandic society than African societies that were greatly affected by the events.

Samþykkt: 
  • 3.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skekkjast fréttir á langri leið_MA.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.jpg144.93 kBLokaðurYfirlýsingJPG