is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3786

Titill: 
  • Beiting enduröflunarverðs við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er eignarrétturinn lýstur friðhelgur. Friðhelgin er þó ekki algjör því að í seinni hluta sömu greinar eru talin upp þrjú skilyrði fyrir því að maður verði skyldaður til að láta eign sína af hendi. Þau eru: Að almenningsþörf sé til staðar, lagaboð liggi skerðingu eignaréttarins til grundvallar og að fullt verð komi fyrir eignina. ,,Slík lögboðin eignarafhending nefnist eignarnám“.
    ,,Löggjafanum er því aðeins heimilt að fyrirskipa ákveðnar eignarskerðingar, að vissra skilyrða sé gætt“. Stjórnarskráin er þögul um það hvernig þessum skilyrðum eignarnáms skuli beitt. Hér á eftir er ætlunin að skoða hvernig verðlagningu eignarnuminnar eignar er háttað út frá skilyrðinu um að fullt verð skuli koma fyrir hið eignarnumda. Hafa þrenns konar sjónarmið komið til álita við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta. Eitt þeirra, enduröflunarverð, verður sérstaklega tekið til skoðunar hér. Fyrst verður gildandi réttur skoðaður. Því næst mögulegar aðferðir við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta, hvað verður til þess að sjónarmiðið um enduröflunarverð verður fyrir valinu og vikið að því hvernig því er beitt í framkvæmd hér á landi. Skoðað verður hvernig enduröflunarverð horfir við ákvörðun fjárhæðar bóta fyrir mismunandi tegundir fasteigna, þá sérstaklega þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði og hvernig dómstólar og matsnefnd eignarnámsbóta hafa beitt þessu sjónarmiði. Einnig verður fjallað um hvort aldur og ástand fasteignar skiptir máli varðandi fjárhæð eignarnámsbóta samkvæmt enduröflunarverði og hvort eignarnámsþola sé skylt að afla sér sambærilegrar eignar í stað þeirrar eignarnumdu. Loks verður vikið að því hvort þörf sé á almennri lagasetningu um fjárhæð eignarnámsbóta hér á landi.

Samþykkt: 
  • 1.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurbjorg_Rut_fixed.pdf228.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna