is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37867

Titill: 
  • Hver fer með valdið? Áhrif hagsmunaaðila á tilraunir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum hafa í gegnum tíðina verið gerðar í góðri sátt og samvinnu við helstu hagsmunaaðila – jafnvel að frumkvæði þeirra sjálfra. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa því haft gott aðgengi að stjórnvöldum. Þegar kvótakerfinu var komið á hér á landi lögðust stjórnvöld og hagsmunaaðilar á eitt og nýttu kosti hvors annars – m.ö.o. nýttu sér þær korporatísku bjargir sem hinn aðilinn bjó yfir. Í tilraunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögum á árunum 2009-2013 kvað við annan tón. Samráð við hagsmunaaðila var ekki forgangsatriði ríkisstjórnarinnar og vakti litla lukku meðal þeirra. Í þokkabót ríkti verulegt sundurlyndi meðal þingmanna og ráðherra stjórnarflokkanna.
    Ríkisstjórnin einsetti sér að gera allsherjar breytingar á kvótakerfinu sem gekk þó ekki upp – þrátt fyrir stjórnarmeirihluta á Alþingi. Markmið þessarar ritgerðar er að komast að því hver fari með valdið: hagsmunaaðilar, þingmeirihluti eða ráðherra. Til þess að ná fram ásættanlegri greiningu og niðurstöðu var viðfangsefnið skoðað í ljósi korporatisma og þá einna helst korporatískra samskipta stjórnvalda og hagsmunasamtaka.
    Meginniðurstaða ritgerðarinnar er sú að samskipti hagsmunaaðila, þingmeirihluta og ráðherra ráði niðurstöðu mála. Alþingi hefur þó lagasetningarvaldið og því verða engin frumvörp að lögum nema meirihluti Alþingis sé þar að baki. Áhrif hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi eru óneitanlega mikil, en ef of ólík sjónarmið eru uppi innan þingflokkanna og ekki fæst næg samstaða um einstök mál verður ekkert af fyrirhuguðum breytingum hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 3.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Lokaskil_Þorsteinn_Kristjansson.pdf440.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Þorsteinn.pdf31.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF