Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37873
Ritgerð þessi fjallar um aðgreiningu fjármunaréttinda í eignar- og kröfuréttindi. Á fyrri tímum byggði dómaframkvæmd og fræðikenningar á skýrri aðgreiningu þessara réttinda. Í seinni tíð hefur fremur verið talið að ekki sé slíkur munur á þessum réttindum að það réttlæti skiptingu fjármunaréttinda í tvo flokka. Markmið ritgerðarinnar er að taka þessar yngri kenningar til skoðunar og kanna hvort þær samrýmist íslenskum lögum og dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands. Höfuðáhersla er lögð á að meta hvort í reynd sé efnislegur munur á réttarstöðu kröfuhafa og hefðbundins handhafa eignarréttar í íslenskum rétti og í hverju slíkur munur kann að felast. Fyrst er eignarréttindum og kröfuréttindum lýst með almennum hætti. Að því loknu er gerð grein fyrir röksemdum fræðimanna fyrir því að ekki sé ástæða til að viðhafa aðgreiningu fjármunaréttinda í eignar- og kröfuréttindi. Því næst er tekið til athugunar hvort að réttaráhrif og inntak eignarréttinda og kröfuréttinda séu í einhverjum tilfellum mismunandi í íslenskum rétti. Er þar einkum litið til lagasetningar og dómaframkvæmdar Hæstaréttar. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að fullt tilefni sé til að viðhafa aðgreiningu fjármunaréttinda í eignar- og kröfuréttindi. Bæði er gerður skýr greinarmunur á réttindunum í settum lögum, t.d. við fyrningu og hefð, og í dómaframkvæmd. Sú niðurstaða samrýmist illa yngri kenningum um að takmarkaður munur sé á þessum tegundum fjármunaréttinda. Því er sett fram sjálfstæð kenning um mun eignar- og kröfuréttinda þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að eignarréttindi stofnist við sérgreiningu á því sem framselja skal. Jafnframt er því haldið fram að slík sérgreining sé almenn forsenda þess að til eignarréttinda geti stofnast. Þá er gerð grein fyrir þeim tilfellum sem þýðingarmest er að greina hvort eignarréttindi eða kröfuréttindi séu fyrir hendi og viðmið sett fram sem líta má til við slíkt mat.
The thesis is on the distinction between property rights and rights of obligation in Icelandic law. For a long time, jurisprudence and legislation in Scandinavia presupposed a clear distinction between these types of economical rights. More recently, such a distinction has been discontinued since it has been argued that the supposed difference between the types of rights have not been so great as to justify a distinction between them. The goal of the essay is to analyze the younger theories and assess their coherence to Icelandic legislation and jurisprudence. Emphasis is put on assessing if in fact there is a substantive difference between the legal position of an owner of property rights and a creditor and to elaborate on what might be the nature and significance of such a difference. First, property rights and obligational rights are addressed in a descriptive manner. Secondly, younger theories are addressed and their argument for a lack of significant difference between property rights and obligational rights is explained. Following that, the nature of property rights and obligational rights under Icelandic law are assessed an attempt is made to clarify if there is ever a substantive difference between them. The primary findings suggest that there is a real and substantive difference between property rights and obligational rights under Icelandic law and that the clear difference justifies a distinction between them. A new theory on the difference between property rights and obligational rights is presented, where it is argued that property rights are distinct from obligational rights in the specification of the subject of the respective right. Subsequently, it is argued that such specification is a general prerequisite for the establishment of property rights under Icelandic law. Additionally, an analysis is rendered as to when the distinction between these types of rights has a significant effect on legal arguments and standards are presented that may be used as a test when deciding on the nature of a right when doubt presents itself as to which type of right is at hand.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jónas Már Torfason - Markalína eignar- og kröfuréttinda (loka).pdf | 1,03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan_jonasmar_202105034943_001.pdf | 59,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |