is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37877

Titill: 
  • Framhaldsskólanemendur með kvíða: Hlutverk og sýn náms- og starfsráðgjafa
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvers konar þjónusta stendur framhaldsskólanemendum til boða ef þeir eru að glíma við geðheilsuvanda eins og kvíða og hvernig samstarfi náms- og starfsráðgjafa við aðra fagaðila er háttað. Markmiðið var enn fremur að fá sýn náms- og starfsráðgjafa á persónulegri ráðgjöf og hvers konar úrræði þeir hafa fyrir þessa nemendur. Rannsóknin var eigindleg og tekin voru sex hálfstöðluð viðtöl við náms- og starfsráðgjafa sem vinna í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Öflun gagna fór fram í september 2019 til júní 2020. Helstu niðurstöður gefa til kynna að framhaldsskólar á Íslandi eru að koma til móts við nemendur með kvíða. Það er munur á þjónustu fyrir nemendur á milli skóla en sá munur er ekki mikill. Allir skólarnir eru með stoðþjónustu sem samanstendur af tveimur til þremur náms- og starfsráðgjöfum og svo er misjafnt eftir skólum hvaða aðrir aðilar eru í stoðþjónustunni. Samstarf við aðra fagaðila bæði innan og utan skólanna er gott að mati náms- og starfsráðgjafa og buðu allir framhaldsskólar rannsóknarinnar upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans á haustönn 2020. Rannsóknin veitir innsýn í störf náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum þegar kemur að persónulegri ráðgjöf og telja þeir að mikill tími fari í hana og að þörfin þar hafi aukist. Margir nemendur eru að glíma við kvíða og er félagskvíði algengastur að mati náms- og starfsráðgjafanna. Frammistöðukvíði, frestun og álagskvíði eru líka áberandi hjá nemendum að þeirra mati. Rannsóknin gefur til kynna mikilvægi þess að nemendum sem eru með geðheilsuvanda eins og kvíða standi til boða viðeigandi úrræði og hafa náms- og starfsráðgjafar ýmisleg úrræði þegar koma þarf til móts við nemendur með kvíða.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to find out what kind of services are available for upper secondary school students with mental health issues like anxiety. What resources do the career and guidance counselors have to meet their needs and how do they cooperat with other professional. The study was qualitatvie and six semi-structured interviews were conducted with career and guidance counselors within the metropolitan area in Iceland from september 2019 to june 2020. The main results showed that upper secondary schools in Iceland have resources to support students with anxiety. There is some variation in the services between schools but the difference is very small. All the schools have defined support service that usually consist of two or three career and guidance counselors and it waries between the schools what other professionals are in the support service (e.g. psychologist). Cooperation with professionals both in the schools ande outside the schools is productive according to the counselors. All the schools in the study offered students professional psychology service in the fall of 2020. According to the counselors, personal counseling is time comsuming and the need is growing. Many students are batteling anxiety related problems and social anxiety is the the most common type detected accrding to the counselors. Performance anxiety, procastination and stress are also common complaints. The study indicated that students with mental health problems like anxiety are do get support and career and guidance counselors have available resourses when they are working with students with anxiety.

Samþykkt: 
  • 3.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sesselja Bogadóttir MA ritgerð í náms- og starfsráðgjöf LOKASKIL í Skemmu.pdf611.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sesselja Bogadóttir Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna 2021.pdf267.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF