is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3788

Titill: 
  • Heyrnarskertir í heyrandi bekk : atriði sem vert er að hafa í huga við kennslu heyrnarskertra nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um atriði er snúa að heyrnarlausum/-skertum einstaklingum sem mikilvægt er að kennari þekki. Auk þess auðvelda þau við undirbúning og almenna kennslu þannig að réttur heyrnarskertra til sambærilegra og jafngildra tækifæra til náms verði tryggður. Er réttur þeirra eftirvill einungis tryggður í orði en ekki á borði? Vert er að hafa í huga að mörg þeirra atriða, er snúa að kennslu, eiga ekki síður við um kennslu heyrandi nemenda. Öll erum við ólík og þegar kennari tekur við nemendahópi má ætla að í honum séu ólíkir nemendur með mismunandi þarfir. Sem dæmi má nefna að miðað við upplýsingar frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands eru að meðaltali 11 grunnskólanemendur í hverjum árgangi en af þeim eru 9 sem nota heyrnartæki. Því er afar mikilvægt að kennari þekki bakgrunn nemenda og atriði er gætu skipt sköpum fyrir skólagöngu þeirra. Hér skiptir samstarf stjórnenda, kennara, foreldra og forráðamanna og nemenda veigamiklu hlutverki. Þar að auki er mikilvægt að nemendahópurinn átti sig á fjölbreytileika bekkjarins og taki tillit til hvers annars því að öll vilja þau upplifa ánægjulega skólagöngu. Í gegnum tíðina hefur menntun heyrnarlausra/-skertra verið lítt sinnt og skólagangan reynst mörgum erfið. Menntun heyrnarlausra/-skertra hefur á síðustu áratugum tekið stórstígum framförum og nú er svo komið að almennt tilheyrir heyrnarskertur nemandi heyrandi bekk og fylgir honum að hluta eða í heild. Ég tel skipta miklu máli að þeir sem koma að kennslu heyrnarskertra vinni saman að bættum kennsluháttum og miðli reynslu sinni til hvers annars. Megin niðurstaða eftir könnun heimilda er sú að samstarf kennara, sérkennara og foreldra/forráðamanna skiptir veigamiklu hlutverki þegar kemur að menntun heyrnarskertra nemenda. Kennarar þurfa að vera meðvitaðir um þarfir nemenda sinna þannig að kennslan verði sem eðlilegust og fullnægjandi aðstæður skapist til menntunnar.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf473.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna