is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37886

Titill: 
  • Námsreynsla og starfsþróun heyrnarlausra og heyrnarskerta einstaklinga og val á námi og störfum eftir grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu einstaklinga með heyrnarskerðingu á skólagöngu sína. Áhersla var lögð á að skoða hvaða þættir styrkja og styðja einstaklingana í námi og hvaða þættir hafa letjandi áhrif á námsárangur. Einnig var leitast við að skoða hvaða þættir höfðu, einna helst, áhrif á náms- og starfsval þeirra að loknum grunnskóla. Tekin voru hálfstöðluð og opin viðtöl (e. in-depth interview) við sjö einstaklinga, á aldrinum frá um tvítugu til rúmlega fertugs, sem að höfðu verið heyrnarskertir alla sína skólagöngu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að reynsla þátttakenda af skólagöngu var mjög misjöfn hvað varðar veitta aðstoð og stuðning. Þau voru sammála því að stuðningur og þekking kennara á þörfum þeirra væri mjög mikilvægur þáttur og þyrfti að vera meiri á öllum skólastigum. Viðmælendur upplifðu oft mikla togstreitu á milli þess að vilja falla sem mest inn í hópinn og að nýta sér ýmiskonar ólík sérúrræði. Eftir því sem þátttakendur fóru á hærra skólastig fækkaði þeim sem að nýttu sér sérúrræði og viðbrögð þeirra við breyttum aðstæðum var mjög ólík. Annaðhvort var um algjöra opinberun að ræða um sína heyrnarskerðingu eða þau létu lítið fyrir sér fara í stórum hópi. Að auki sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að flest höfðu þau valið sér nám og störf út frá áhugasviði sínu en hjá sumum skipti miklu máli að starfið krefðist ekki mikilla samskipta á íslensku talmáli. Gildi rannsóknarinnar er fyrst og fremst að láta rödd nemenda með heyrnarskerðingu heyrast og upplifun þeirra af námi og við mótun eigin starfsferils. Niðurstöður geta gagnast til að mæta þörfum þeirra betur í skólakerfinu öllu og fyrir náms- og starfsráðgjafa og aðra fagaðila er ekki síður mikilvægt að fá innsýn í reynsluheim þessara nemenda. Með því móti er hægt að bæta við þekkingu þeirra svo að þeir geti frekar veitt viðeigandi ráðgjöf og stuðning til handa þessum hópi nemenda.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing lokaverk 2021.pdf494.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA skemman 2021.pdf655.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna