is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37887

Titill: 
  • Það sagði mér hún amma mín: Endurminningar Jónataníu Sólveigar Kristinsdóttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi fjallar um ævi alþýðukonunnar Jónataníu Sólveigar Kristinsdóttur sem var fædd árið 1876 í Fljótum í Skagafirði og dó á hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík árið 1957. Þar voru endurminningar hennar skráðar nokkrum árum áður og ná þær allt frá barnæsku hennar og fram á fullorðinsár. Miðlunarleið verkefnisins er útvarpsverk. Gerður var útvarpsþáttur sem fjallar í grófum dráttum um ævi Jónataníu með sérstaka áherslu á atburð sem átti sér stað þann 3. nóvember 1898 þegar Jónatanía missti fyrri eiginmann sinn í sjóslysi á Eyjafirði. Farið er yfir þá erfiðleika og áföll sem hún þurfti með eindæmum oft að glíma við á lífsleiðinni og því er velt upp hvernig áhrif atburðir og aðstæður kunna að hafa haft á líf hennar og líðan. Markmið greinargerðarinnar er að lýsa útvarpsverkefninu í heild sinni og fjalla um viðfangsefnið, miðlunarleiðina og vinnuferli þáttarins ásamt því að setja efnið í sögulegt og fræðilegt samhengi. Notast er við aðferðafræði eigindlegra rannsókna í bland við einsögu til að varpa ljósi á það hvers konar heimild skjalið um endurminningar Jónataníu er og hverjir kunni að vera kostir og gallar þess að nýta slíka heimild til að lýsa hversdags- og tilhugalífi fólks á árum áður.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_ASH.pdf57.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF
AddaSteina_MA.pdf522.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna