is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37888

Titill: 
  • Raunfærnimat í almennri starfshæfni „Mér finnst ég ekki lengur gera geðveikt lítið“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða áhrif raunfærnimat í almennri starfshæfni hefur á þá sem í matið fara. Almenn starfshæfni er yfirfæranleg færni sem má yfirfæra milli starfa og starfsgreina. Með raunfærnimati í almennri starfshæfni er hún gerð sýnileg, og auðveldar þátttakendum að átta sig á eigin hæfni, hvernig má þróast í starfi og taka að sér meira krefjandi störf og verkefni. Þátttakendur í rannsókninni voru sex og komu frá tveimur símenntunarmiðstöðvum og voru allir í starfsendurhæfingu. Tekin voru hálf opin viðtöl. Niðurstöður leiddu í ljós að matsferlið virðist virka mjög valdeflandi á þátttakendur, auka sjálfstraust og þekkingu á eigin færni. Þátttakendur voru meðvitaðri um hvað þeir hefðu afrekað og hvernig þeir gætu nýtt hæfni sína. Stuðningur náms- og starfsráðgjafa virðist hafa haft mikið að segja um að þátttakendur luku ferlinu. Áður höfðu þeir lagt mikið á sig til að stíga aftur inn í skólakerfið, jafnvel oftar en einu sinni en ekki tekist. Trú á eigin getu hafði boðið hnekki og þá skorti jákvæða upplifun. Allir viðmælendur voru sammála um að matið hafi haft afgerandi áhrif á hvernig þeir sæju sig og hjálpað þeim að hugleiða færni á nýjan hátt. Draga má þá ályktun að þátttakendur hafi fengið heildstæða nálgun sem virðist virka vel með annarri sjálfsvinnu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing vegna m lokaverkefnis.pdf315.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
LOKAEINTAK..pdf879.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna