Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37897
Miklar breytingar hafa orðið á markaði með fasteignalán til einstaklinga síðustu árin. Með meiri stöðugleika í íslensku efnahagsumhverfi hafa vextir lækkað verulega undanfarin ár. Þetta hefur leitt það af sér að eldri fasteignalán eru orðin mjög óhagstæð í dag þar sem vextir eru í sögulegu lágmarki. Einstaklingar hafa því verið að endurfjármagna fasteignalán sín í stórum stíl. Á sama tíma hafa fasteignalán verið að færast frá opinberum stofnunum eins og Íbúðalánasjóði (nú Húsnæðis- og mannvirkjastofnun) yfir til lánstofnana og lífeyrissjóða.
Í þessari ritgerð verður leitast við að draga fram þá þróun sem hefur átt sér stað á íslenskum fasteignalánamarkaði. Farið verður yfir þá möguleika sem eru í boði við endurfjármögnun og þeir útskýrðir ásamt því að reiknuð eru dæmi til glöggvunar. Við skoðun á þessu er byggt á opinberum gögnum svo sem frá Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands og svo gögnum frá lánastofnunum. Sérstaklega er horft til endurfjármögnunar-ferlisins eins og það er hjá Íslandsbanka. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að samhliða verulegri lækkun vaxta síðustu árin hefur það borgað sig fyrir lántakendur með fasteignalán að endurfjármagna þau þrátt fyrir að greiða þurfi viðskiptakostnað við það.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anton Ingi Arnarsson Bs ritgerð .pdf | 1.39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing undirrituð Anton_20210503_0001.pdf | 243.47 kB | Lokaður | Yfirlýsing |