is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37898

Titill: 
  • "Eins og ljósasería": Kennarasamband Íslands: áhrifaþættir, áskoranir og breytingar til framtíðar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er Kennarasamband Íslands skoðað í nærmynd til varpa ljósi á þá þætti sem kunna að hafa áhrif og styðja að framþróun sambandsins. Framkvæmd var eigindleg rannsókn sem studdist við aðferðafræði grundaðrar kenningar. Viðmælendur voru 7 talsins og hafa þeir verið aðilar að aðildafélögum innan KÍ, gengt trúnaðarstörfum og starfað innan sambandsins. Markmið rannsóknarinnar er að fá mynd af starfsemi, skipulagi sem og forystu KÍ til að kanna áhrifaþætti, áskoranir, breytingar og samstarfsmöguleika sambandsins við BHM í framtíðinni. Niðurstöður benda annars vegar á að áhrifaþættir eins og t.d. skortur á samstöðu, valdaójafnvægi og persónur og leikendur geta hafa neikvæð áhrif á starfsemi og ímynd KÍ en hins vegar að „kraftur fjöldans“, rödd grasrótar innan sambandsins, sérþekking og reynsla starfsfólks geta haft jákvæð áhrif á starfsemina og ímyndina. Niðurstöður gefa vísbendingu um ákall um breytingar sem geta ýtt undir framþróun sambandsins t.d. endurskilgreiningu verkefnasviðs formanns KÍ, ráðning framkvæmdastjóra, einfaldari og skilvirkari þjónustu- og sjóðasvið. Á sama tíma er rætt um að leggja niður stöðu varaformanns innan KÍ og kjósa hann úr röðum stjórnar KÍ. Athyglisvert er líka að ekki kom beint ákall um breytingar varðandi stöðu formanns KÍ. Einnig gefa niðurstöðurnar til kynna að ekki er grundvöllur fyrir sameiningu KÍ og BHM en hægt sé að ýta undir frekari samvinnu t.d. með því að stofna sameiginlegt sjóða- og sérfræðisvið. Draga má þá ályktun að áskoranirnar sem æðstu stjórnendur standa frammi fyrir séu t.d. að endurskilgreina stöðu formanns og lög KÍ, að skilgreina og skapa ásættanlega valdamenningu og gæta hlutleysis ef varaformaður KÍ kemur úr röðum stjórnar. Ef staða varaformanns verður ekki tekin til endurskoðunar þá er áskorun hans að endurskilgreina sitt hlutverk innan KÍ.
    Eftir því sem rannsakandinn best veit hafa rannsóknir, sem veita innsýn í starfsemi KÍ og margbrotið eðli þess, ekki verið gerðar áður. Það er von rannsakandans að rannsókn þessi og niðurstöður hennar muni búa til vettvang fyrir frekari rannsóknir á viðfangsefninu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing - ritgerð 2021.pdf288.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS-ritgerð SCL.pdf1.95 MBLokaður til...19.06.2026HeildartextiPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 5 ár.