is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37900

Titill: 
 • Heilsutengd lífsgæði og einkenni sjuklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm: framsýn lýsandi ferilrannsókn
 • Titill er á ensku Health related quality of life and symptoms in patients after total hip arthroplasty: A prospective descriptive cohort study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Þjóðin er að eldast, ekki bara hér á landi heldur þjóðir út um allan heim. Þessi fjölgun aldraðra leiðir meðal annars til aukningar einstaklinga með slæma slitgigt en þessi sjúkdómur veldur miklum sársauka, skertri hreyfigetu og skertum heilsutengdum lífsgæðum. Lokameðferð alvarlegrar slitgigtar í mjöðmum er liðskiptaaðgerð og er meginmarkmið þeirrar aðgerðar að draga úr sársauka, auka hreyfigetu og auka heilsutengd lífsgæði. Liðskiptaaðgerðir á mjöðm eru með algengustu aðgerðum á Íslandi í dag og bíða einstaklingar eftir slíkri aðgerð oft á tíðum í marga mánuði. Markmið rannsóknarinnar er að kanna heilsutengd lífsgæði og helstu einkenni eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm á þremur tímapunktum eftir aðgerð. Þetta er framsýn og lýsandi ferilrannsókn framkvæmd á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þýðið voru allir þeir sem fóru í liðskiptaaðgerð á mjöðm frá 15. janúar til 15. júlí árið 2016. Þátttakendur svöruðu spurningalistum á þremur tímapunktum, á spítalanum, 6 vikum og 6 mánuðum eftir aðgerð. Notast var við SF-36 mælitækið til að mæla heilstuengd lífsgæði. Fjöldi þátttakenda sem samþykktu að taka þátt í rannsókninni voru 175, 101 svöruðu spurningalistum á öllum þremur tímapunktunum og svarhlutfall var því 58%. Karlar voru 48,5% þátttakenda og konur 51,5%. Meðalaldur þátttakenda var 66,23 ár og meirihluti aðgerðanna voru framkvæmdar á Landspítala (62,4%). Algengustu einkennin eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm á öllum þremur tímapunktunum voru erfiðleikar með hreyfingu, verkir, þreyta og úthaldsleysi. Heilsutengd lífsgæði jukust milli tímapunktanna þriggja og er marktækt samband milli heilsutengdra lífsgæða og þreytu, úthaldsleysis og erfiðleika með hreyfingu.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að heilsutengd lífsgæði batna eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm og eru þær niðurstöður sambærilegar erlendum rannsóknum. Þar að auki glíma sjúklingar við ýmis einkenni eftir þessar aðgerðir sem tengjast heilsutengdu lífsgæðunum og þarf að rannsaka enn frekar. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þessum helstu einkennum sjúklinga og eru hjúkrunarfræðingar í kjöraðstöðu til þess að sinna þessum einkennum og bæta heilsutengd lífsgæði.
  Lykilorð: Mjöðm, liðskiptaaðgerð, einkenni, heilsutengd lífsgæði

 • The nation is getting older, not only in this country but all over the world. This increase leads among other things to an increase in individuals with severe osteoarthritis, but this disease causes great pain, decreased movement and reduced health-related quality of life (HRQOL). The end treatment for severe osteoarthritis of the hip is a joint replacement and the main goal of that operation is to reduce pain, increase movement and HRQOL. Hip replacement surgery is one of the most common operations in Iceland and individuals often wait for this operation for months. The aim of this study is to examine the HRQOL and the main symptoms of individuals after hip arthroplasty at three stages after surgery. This is a prospective descriptive cohort study conducted at the National Hospital of Iceland (Landspítali) and the Hospital of Akureyri (Sjúkrahúsið á Akureyri). The population were all of those who underwent hip replacement surgery from the 15th of January to the 15th of October 2016. Participants answered questionnaires at three stages, at the hospital, 6 weeks and 6 months post op and the SF-36 instrument was used to measure HRQOL. The number of participants who agreed to participate in the study were 175, 101 answered questionnaires at all three stages and the response rate was 58%. Men were 48,5% of participants and women 51,5% The average age was 66,23 years and the majority of the operations were performed at Landspítali (62,4%). The most common symptoms were difficulty with movement, pain, fatigue and lack of endurance. HRQOL increased between the three stages and there was a significant relationship between HRQOL and difficulty with movement, fatigue and lack of endurance.
  The results of this study revealed that health-related quality of life improves after hip replacement surgery and those results are comparable to foreign studies. In addition, patients experience various symptoms post-surgery and are they related to the HRQOL and they need further research. Therefore, it is important to monitor these symptoms closely and nurses are in an ideal position to treat these symptoms and improve the patients HRQOL.
  Key words: Hip, arthroplasty, symptoms, health related quality of life

Samþykkt: 
 • 4.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnið sniðmátið pdf.pdf654.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skjal fyrir skemmu.pdf225.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF