Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37903
Bakgrunnur: Nýburagula greinist hjá 50–60% lifandi fæddra barna á fyrstu vikunni. Alvarleg nýburagula greinist hjá 10% nýbura og er ein algengasta ástæða endurinnlagna á sjúkrahús á nýburaskeiði. Ljósameðferð hófst sem meðferð við nýburagulu á sjötta áratugnum og í upphafi þess níunda fór hún að færast í heimahús í Bandaríkjunum undir nánu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Í kjölfarið hefur ljósameðferð heima breiðst út og er nú framkvæmd víðs vegar um heim þrátt fyrir litla gagnreynda þekkingu á öryggi og árangri. Ýmsar vísbendingar eru þó um að ljósameðferð heima sé örugg og árangursrík.
Tilgangur: Kanna hvort gagnreynd þekking sé fyrir hendi og styðji þá tilgátu að ljósameðferð í heimahúsi sé jafn örugg og árangursrík og innan spítala. Byggt á fyrirliggjandi þekkingu verður gerð tillaga að drögum að verklagsreglum um ljósameðferð nýbura í heimahúsi.
Aðferðir: Gerð var kerfisbundin fræðileg samantekt yfir allar þær rannsóknir sem fundust við heimildaleit. Þar sem meðferðin er lítið rannsökuð var ákveðið að hafa engin tímamörk á birtingu rannsóknargreina. Eftirfarandi leitarorð voru notuð: newborn, hyperbilirubinemia, home phototherapy, home og phototherapy.
Niðurstöður: Alls fundust 11 rannsóknir með fjórum rannsóknarsniðum. Rannsóknirnar könnuðu langflestar árangur og öryggi ljósameðferðar í heimahúsi, en einnig var skoðað álag á mæðrum, brjóstagjöf og viðhorf foreldra. Helstu niðurstöður sýndu að hvorki var marktækur munur á lækkun gallrauðagilda milli daga né tímalengdar í ljósameðferð. Einnig benda niðurstöður til þess að ljósameðferð heima dregur úr streitu hjá foreldrum, hefur jákvæð áhrif á brjóstagjöf og eflir tengslamyndun.
Ályktun: Ætla má að ljósameðferð heima sé jafn örugg og árangursrík og á sjúkrahúsi. Ávinningur þess að hafa meðferðina í heimahúsi virðist vera til góðs fyrir fjölskyldur á margan hátt. Niðurstöðurnar gefa gjarnan vísbendingar en eru ekki alltaf tölfræðilega marktækar vegna smæðar þeirra og hve fáar þær eru. Þörf er á vönduðum rannsóknum og gerð tillögu að verklagi er mikilvægur liður fyrir það.
Lykilorð: nýburagula, ljósameðferð, heima
Background: Neonatal jaundice is diagnosed in 50–60% of neonates in the first week. Severe neonatal jaundice is diagnosed in about 10% of neonates and is the most common reason for rehospitalization. Phototherapy began as a treatment for neonatal jaundice in the 1960s, and in the early 1980s, American physicians began to bring the treatment home under close supervision. As a result, phototherapy at home has spread and is now practiced around the world despite little evidence-based knowledge of safety and efficacy. However, there are various indications that phototherapy at home is safe and effective.
Purpose: To assess whether evidence is available and support the hypothesis that home phototherapy is as safe and effective as in a hospital. Design a guideline for home phototherapy.
Methods: A systematic review was made of all the research found. As the treatment is little researched, it was decided to have no time limit for publishing research articles. The following keywords were used: newborn, hyperbilirubinemia, home phototherapy, home and phototherapy.
Results: A total of 11 studies with four research designs were found. Most studies focus on effectiveness and safety of phototherapy at home, but also examined the stress on mothers, breastfeeding and parental attitudes. The main results showed that there was no significant difference in the reduction of bilirubin values between days or the duration of phototherapy. The results also indicate that home phototherapy reduces parental stress, has a positive effect on breastfeeding and promotes bonding.
Conclusion: It can be assumed that phototherapy at home is as safe and effective as in a hospital. The benefits of having the treatment at home seem to benefit families in many ways. The results give clues but are not always statistically significant due to their small size and how few they are. Therefore, further research is needed and a guideline is an important part of that.
Keywords: neonatal jaundice, home, phototherapy
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_MS_Ljósameðferð_heima_nýburagula.pdf | 2.77 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_undirritud.jpg | 517.49 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |