is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37904

Titill: 
  • „Mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er“ Breytingar á fréttamiðlun og áhrif þeirra á skoðanamyndun og upplýsingu almennings
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stórbrotnar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk nálgast og nýtir fréttir með tilkomu netsins og snjalltækja á síðustu árum. Miðlun upplýsinga og samskipti fólks hafa gjörbreyst frá aldamótum. Stafræna byltingin hefur nú þegar haft víðtæk áhrif á allt samfélag manna. Upplýsingaóreiða hefur aukist samhliða aukinni notkun netmiðla og samfélagsmiðla með neikvæðum afleiðingum fyrir skoðanamyndun og upplýsingu almennings. Á sama tíma sýna skoðanakannanir og rannsóknir að dagblaðalestur og sjónvarpsfréttaáhorf fer minnkandi samhliða minni kosningaþátttöku. Þessi þróun á sér ekki bara stað hér á landi heldur líka í flestum lýðræðisríkjum í mismiklum mæli. Breytingarnar eru oftast merkjanlegri og meiri hjá ungu fólki en ef litið er til annarra aldurshópa. Þetta hefur vakið spurningar um mögulegar afleiðingar breytinganna fyrir skoðanamyndun fólks, upplýsingu almennings og þróun lýðræðis.
    Í þessari rannsókn er ljósi varpað á þessar breytingar sem orðið hafa á fréttamiðlun og rýnt í möguleg áhrif þeirra. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í skoðanamyndun og lýðræðisþátttöku. Breytingar á þeim gætu því breytt skoðanamyndun almennings.
    Rannsókn þessi leiddi í ljós að yngri kynslóðir kjósenda eru líklegri til að taka ekki afstöðu til þjóðfélagslega mikilvægra mála eða segja þau ekki skipta máli. Á sama tíma hefur sjónvarpsfréttaáhorf og dagblaðalestur hér á landi farið minnkandi, sér í lagi meðal yngri notenda. Netfréttamiðlun og vinsældir efnisveitna hafa margfaldast á sama tíma og með tilkomu snjalltækja er framboð, forgangsröðun og mikilvægi frétta ekki eins augljóst og áður þegar hefðbundnir fréttamiðlar voru aðaluppspretta upplýsinga almennings.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
-MSH-MASTER-2021-.pdf1.68 MBLokaður til...19.06.2021HeildartextiPDF
MSH Skemman 2021.pdf253.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF