is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37906

Titill: 
  • Launamunur kynjanna á eftirlaunaárum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Íslenskir lífeyrissjóðir eru byggðir upp á fremur karllægan hátt og er meginástæðan sú að konur komu seinna á atvinnumarkað en karlar. Áður fyrr tíðkaðist að karlar voru fyrirvinna heimilisins á meðan konur voru heimavinnandi. Þær sáu um umönnun barna, maka og annarra fjölskyldumeðlima, sem þurftu á umönnun að halda, ásamt því að sjá um heimilið.
    Í þessari ritgerð er fjallað um uppbyggingu íslenska lífeyriskerfisins þar sem gerður er greinarmunur á sjóðsöfnunarkerfi og gegnumstreymiskerfi. Einnig er farið yfir þær þrjár stoðir sem það byggist á, það er almannatryggingakerfið, lífeyrissjóðina og viðbótarlífeyrissparnaðinn. Því næst er fjallað í stuttu máli um launamun kynjanna á atvinnumarkaði, en hann hefur verið mikið í umræðunni undanfarið með tilkomu jafnlaunavottunar, sem sett var á laggirnar 2018 og tók gildi í upphafi árs 2020. Meginmarkmið með jafnlaunavottun er að jafna kynbundin launamun og henni er ætlað að koma í veg fyrir að þær konur sem voru að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði á þeim tíma verði ekki fórnarlömb kyns síns hvað laun varðar, þó svo að fjölskylduábyrgð og aðrir þættir hafi enn áhrif. Hún nær hins vegar ekki að bæta hag þeirra kvenna sem sestar eru í helgan stein sem lifa oftar en ekki við fátæktarmörk samanborið við karla í sömu sporum og er ástæðan talin vera fortíð þeirra á atvinnumarkaði sem veldur þeim áhyggjum varðandi afkomu þeirra á komandi árum.
    Í ritgerðinni verður reynt að varpa ljósi á helstu ástæður sem liggja að baki þessum launatengda mun sem konur og karlar upplifa á eftirlaunaárum. En þar spilar fjölskylduábyrgð meðal annars inn í sökum starfa kvenna inni á heimilinu við umönnun fjölskyldumeðlima sinna. Konur eru einnig oftar í hlutastörfum en karlar sökum þeirra starfa sem þær þurfa að sinna utan vinnu og oft þora þær ekki að semja um jafn há laun og karlar og sætta sig undir flestum kringumstæðum við lægri laun. Þá hefur menntun bæði neikvæð og jákvæð áhrif á laun kvenna, því aukin menntun ýtir oft undir lengri viðveru í hlutastarfi eða að konur séu utan vinnumarkaðar. Allir þessir þættir sem hér eru nefndir hafa neikvæð áhrif á laun kynjanna á atvinnumarkaði, og hafa einnig bein áhrif á afdrif einstaklinga á eftirlaunaárum.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Launamunur kynjanna á eftirlaunaárum.pdf420.16 kBLokaður til...19.06.2021HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf458.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF