en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37912

Title: 
  • Title is in Icelandic Persónugreinanleg gögn: Skráning, aðgengi og öryggi hjá opinberum heilbrigðisstofnunum á Íslandi
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig opinberar stofnanir á Íslandi halda utan um skráningu, aðgengi og öryggi persónugreinanlegra gagna sem berast eða verða til hjá heilbrigðisstofnunum sem vinna með persónugreinanleg gögn. Leitast verður við gefa mynd af starfsemi stofnanna og þeim verkferlum sem þær beita við að varðveita og vinna með persónugreinanleg gögn.
    Markmið rannsóknarinnar er í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að koma með fræðilegt sjónarmið inn í umræðuna um þær leiðir sem heilbrigðisstofnanir á Íslandi beiti við meðhöndlun persónugreinanlegra gagna og hvort þær séu í raun og veru að fara eftir lögum og reglum um persónuvernd. Í öðru lagi hvort aðgangstýringar og meðhöndlun stofnanna á persónugreinanlegum gögnum sem verða til eða berast þessum stofnunum séu samkvæmt lögum og reglugerðum. Í þriðja lagi verður einnig kannað hvort og þá með hvaða hætti ný persónuverndarlöggjöf hefur haft áhrif á hvernig ofangreindar stofnanir halda utan um skráningu, aðgengi og öryggi persónugreinanlegra gagna. Markmiðið er einnig að gefa þeim stofnunum sem taka þátt í rannsókninni mynd af eigin starfsemi og koma með tillögur að úrbótum gefa þeim tækifæri eftir þessa rannsókn á því að betrumbæta verkferla og skipulag innan þessara stofnana ef þess gerist þörf.
    Rannsóknin var unnin frá haustmisseri 2019 til janúar 2021. Tekin voru níu hálfopin viðtöl við þátttakendur í rannsókninni, voru þátttakendur valdir með því tilliti að þeir gætu gefið sem besta mynd af starfsemi stofnanna sem um ræðir. Notast var við eigindlega aðferðafræði við vinnu þessarar rannsóknar. Með eigindlegri aðferðafræði er átt við um rannsókn sem leiðir af sér lýsandi gögn eða upplýsingar um það sem viðmælendur segja, skrifa eða sýna með hegðun sinni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að umræddar stofnanir séu með of mörg upplýsingakerfi sem þau eru að vinna í samtímis sem getur leitt til mistaka við skráningu, aðgengi og öryggi skjala. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að engin þessara stofnana var með skjalavistunaráætlun sem er grundvallaratriði sem opinberir aðilar verða að hafa til að uppfylla lagaskyldu og hafa yfirsýn yfir skjölin sem verða til eða berast stofnum. Þær stofnanir sem tóku þátt í rannsókninni voru samt sem áður með vinnsluskrá sem stofnuð var til þegar nýju persónuverndarlögin tóku gildi 2018. Niðurstöður benda til þess að það hefði verið hægt að fara í það verkefni að setja upp skjalavistunaráætlun samhliða vinnu við vinnsluskrá. Niðurstöður benda einnig til þess að skjalastjórar verði stöðugt að hamra á því við starfsfólk að það nýti skjalavistunarkerfi til þess að tryggja að réttar upplýsingar séu tengdar málum sem unnið er með. Þá kom einnig í ljós að verkferlar höfðu verið bættir og endurskoðaðir hjá flestum þeim stofnunum sem tóku þátt í rannsókninni eftir að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar nr. 90, 2018 tóku gildi.

Accepted: 
  • May 4, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37912


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ásta Huld Iðunnardóttir .pdf1.39 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.jpg2.06 MBLockedDeclaration of AccessJPG