Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37913
Skapandi ferli getur af sér margþætt efni auk lokaafurðar sem ýmist telst til listrænnar rannsóknar, hugmyndavinnu, skissugerðar, mótunar stefnuyfirlýsinga og yfirlýsinga listamanna. Þessir angar mismunandi skrifa úr sköpunarferli listamanna veita innsýn í það efni sem ritstjóri á sviði dans- og gjörningalistar þarf að hafa þekkingu á til þess að geta gegnt hlutverki sínu; að velja inn höfunda og listamenn til umfjöllunar jafnt sem að móta þemu og efnistök sem eru í samhengi við það sem er að gerast innan listasenunnar hverju sinni. Ritstjóri innan listgreina þarf að vera í góðu samtali við höfund þannig að textinn styðji við merkingarsköpun verksins.
Eftirfarandi ritgerð er unnin út frá ritstjórnar- og útgáfuferlinu á tímaritinu Dunce sem ég ritstýrði og gaf út í desember 2020 í stamstarfi við Prent & vini. Markmiðið var að skapa nýjan umræðuvettvang fyrir dans- og gjörningalistir á Íslandi með það í huga að hafa umhverfissjónarmið í forgrunni, einblína á sköpunarferlið og að vinna efni blaðsins í samtali við listamenn sem starfa á fagvettvanginum þannig að efnið endurspegli og veiti greinargóða innsýn í starfsemi senunnar.
The creative process generates a variety of material alongside the final product. This can be in the form of artistic research, concept development, sketches, scores, manifestos and artist statements. These various strands that stem from the creative process of an artist give insight into the material that an editor in the field of dance and performance art is required to be familiar with. An editor within the arts needs to be in close conversation with the author so that the text supports the conceptual basis of the artwork.
The following thesis centers around the editing and publishing process of Dunce magazine that I edited and published in December 2020 in collaboration with Print & Friends. The aim was to create a new forum of discussion for dance and performance art in Iceland emphasizing a sustainable approach to publishing, focusing on the creative process and to gather material in direct conversation with working artists in the professional field so that the material reflects and represents the scene.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlutverk ritstjóra og útgefanda listtímarita.pdf | 1,35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing soley.pdf | 251,93 kB | Lokaður | Yfirlýsing |