is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37916

Titill: 
  • „Ég lét ekki káfa á mér. Það var káfað á mér“: Upplifun fagaðila af ráðgjöf og stuðningi til kvenna sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á upplifun fagaðila af ráðgjöf og stuðningi til kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Lögð var áhersla á að fá fram hvernig stuðning og ráðgjöf fagaðilar veita skjólstæðingum með þessa reynslu og hver þeirra upplifun er af því hvaða áhrif kynferðisleg áreitni á vinnustað hefur haft á starfsferil skjólstæðinga þeirra. Tekin voru átta hálfstöðluð viðtöl við ráðgjafa sem hafa reynslu af því að veita þolendum kynferðislegrar áreitni á vinnustað ráðgjöf og stuðning. Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað þurfa öruggt umhverfi, trúnað og tíma til að átta sig á eigin reynslu. Með því að skapa þannig umhverfi getur fagaðilinn aðstoðað þolanda að átta sig á að hann ber ekki ábyrgð á ofbeldinu og aðstoðað hann við að losa sig undan skömminni sem virðist oft fylgja þolanda eftir atvikið. Viðmælendur segja það takmarkandi að vinna aðeins með tilfinningar þolandans í kjölfarið á kynferðislegri áreitni þegar vinnustaðurinn vinnur jafnvel gegn bataferlinu. Niðurstöður leiddu í ljós að kynferðisleg áreitni hafði gríðarleg áhrif á starfsferil kvenkyns skjólstæðinga viðmælenda. Stór hluti skjólstæðinga sagði starfi sínu lausu í kjölfarið, voru færðar til í starfi, verkefnastaða þeirra breyttist eða þeim var sagt upp eftir að hafa tilkynnt áreitnina. Að mati viðmælenda upplifðu skjólstæðingar þeirra oft á tíðum ekki nægilegan stuðning stjórnenda í kjölfarið. Aðstöðumunur þolanda og geranda var áberandi í frásögnum viðmælenda, en samkvæmt þeim var gerandi oftast valdameiri innan vinnustaðarins, eldri og með meiri starfsreynslu en skjólstæðingar þeirra. Í rannsókninni kom skýrt fram að landslagið í þessum málum sé mjög breytt eftir #Metoo byltinguna. Fyrir hana leituðu konur sér síður aðstoðar ef þær urðu fyrir kynferðislegri áreitni, en eftir byltinguna leita konur sér bæði oftar og fyrr aðstoðar. Opinská umræða um kynferðislega áreitni hefur haft jákvæð áhrif á vinnustaðamenninguna og eykur einnig líkur á að vinnufélagar taki ábyrga afstöðu gagnvart kynferðislegri áreitni. Viðmælendur segja stærstu áskorunina vera að stuðla að því að fyrirtæki hafi skýran ramma og skýr skilaboð um hvað telst vera áreitni og hvað ekki.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to focus on the experience of professional counselors of counseling and supporting women who have experienced sexual harassment in the workplace. Emphasis was placed on getting to know what kind of support and advice professionals provide to clients and what their experience is of the impact that sexual harassment in the workplace has had on their clients’ careers. Eight semi-standardized interviews were conducted with counselors who have experience in providing counseling and support to victims of sexual harassment in the workplace. The main findings of the research showed that women who have been sexually harassed in the workplace need a safe environment, confidentiality, and time to realize what happened to them. By creating such an environment, the professional can help the victim to realize that he or she is not responsible for the violence and thus help him or her to free himself from the shame. Participants say it is limiting to work only with the victim's feelings following sexual harassment when the workplace is even working against the recovery process. The results showed that sexual harassment had a huge impact on the careers of the female clients of the participants. A large proportion of clients resigned as a result, were relocated, their job status changed, or they were dismissed after reporting the harassment. According to the participants, their clients often did not experience sufficient management support as a result. The situation of the victim and the perpetrator was noticeable in the participants stories, but according to them the perpetrator usually had more power within the workplace, was older and had more work experience than their clients. The study clearly shows that the landscape in these matters has changed a lot after the #Metoo revolution. Before #Metoo, women were less likely to seek help if they were sexually harassed, but now, women sought help more often and earlier. An open discussion about sexual harassment has had a positive effect on the workplace culture and increases the likelihood that co-workers will take a responsible stance towards sexual harassment. Participants say the biggest challenge is to help companies have a clear framework and a clear message about what constitutes as harassment and what does not.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing skemman.jpeg175.83 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Kynferðisleg áreitni á vinnustað.pdf752.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna