Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37917
Rannsóknir benda til þess að áhrif efnahagsástandsins á niðurstöður kosninga séu til staðar víða um heim og þykir staða efnahagsmála almennt vera mikilvæg breyta þegar kemur að kosningahegðun. Kenningar um hagræna kosningahegðun ganga út frá því að kjósendur hagi atkvæði sínu eftir efnahagsástandinu hverju sinni, þeir refsi sitjandi ráðafólki í efnahagsharðindum en umbuni því í uppsveiflu. Hagræn kosningahegðun hefur lítið verið rannsökuð á Íslandi og er rannsókn þessari ætlað að auka skilning okkar á fyrirbærinu hérlendis sem og lýðræði á sveitarstjórnarstiginu. Hér eru tengslin milli niðurstaða sveitarstjórnarkosninga á árunum 2006-2018 og staðbundins efnahagsástands greind með aðhvarfsgreiningu.
Áhuginn í rannsókn þessari beinist annars vegar að áhrifum staðbundins efnahagsástands á fylgisbreytingar sitjandi meirihlutaflokka og hins vegar að áhrifum staðbundins efnahagsástands á fylgisbreytingar sitjandi meirihlutaflokka sem einnig voru í ríkisstjórn. Fyrrnefnd áhrif eru á þann veg að með auknum efnahagsharðindum eykst fylgi sitjandi meirihlutaflokka í sveitarstjórnarkosningum, slíkt samband er öfugt við niðurstöður sambærilegra rannsókna erlendis og því er tilvist hagrænnar kosningahegðunar í sveitarstjórnarkosningum á Íslandi ekki staðfest. Síðarnefnd áhrif eru á þann veg að staðbundið efnahagsástand hefur ekki áhrif á gengi sitjandi meirihlutaflokka sem einnig voru í ríkisstjórn. Þær ályktanir sem draga má af rannsókn þessari eru fyrst og fremst að skoða þurfi mikilvægi annarra þátta en hagrænna og áhrifa þeirra á kosningahegðun Íslendinga á sveitarstjórnarstiginu, hagræn kosningahegðun í íslenskum sveitarfélögum virðist fylgja öðrum lögmálum en víðast hvar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
EvaLaufeyEggertsdottir_BAverkefni.pdf | 584.06 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysing.pdf | 202.8 kB | Locked | Declaration of Access |