is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37923

Titill: 
  • Hliðhollir hlustendur hlaðvarpa: Áhrif trúverðugleika hlaðvarpsþáttastjórnanda á kaupáform hlustenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á degi hverjum birtist neytendum fjöldinn allur af auglýsingum, þar sem fyrirtæki keppast um að fanga athygli þeirra. Þegar ný leið til að koma markaðsskilaboðum áleiðis stígur fram á sjónarsviðið er mikilvægt að rýna í nýmælin. Hlaðvarpsmiðillinn hefur aðeins verið til í rúman áratug en hefur nú þegar fest rætur sínar í dægurmenningu nútímasamfélags. Samhliða auknum hlustendatölum hafa fyrirtæki gjóað augum sínum að miðlinum og farið að verja auglýsingafé í hann, þrátt fyrir skort á fræðilegum rannsóknum sem votta virkni hans í að hafa áhrif á viðhorf og hegðun neytenda.
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort trúverðugleiki hlaðvarpsþáttastjórnanda hafi áhrif á áform hlustenda um að kaupa vöru eða þjónustu sem þáttastjórnandinn auglýsir í hlaðvarpi sínu, og hvort þeim áhrifum sé miðlað af því einhliða sambandi sem hlustandinn hefur myndað við þáttastjórnandann. Út frá fyrirliggjandi rannsóknum var sett upp rannsóknarlíkan og hannaður spurningalisti sem í kjölfarið var dreift á samfélagsmiðlum. Alls bárust 1137 svör.
    Í samræmi við rannsóknarlíkanið voru sambönd milli breyta könnuð. Niðurstöðurnar sýndu að því trúverðugri sem hlaðvarpsþáttastjórnandinn er, því meiri eru líkurnar á að hlustendur hafi áform um að kaupa vöru eða þjónustu sem hann auglýsir í hlaðvarpi sínu, en þeim áhrifum er að öllu leyti miðlað í gegnum það einhliða samband sem hlustandi hefur myndað við þáttastjórnandann.
    Þessi rannsókn bætir úr þeim skorti sem ríkir á áhrifum hlaðvarpsauglýsinga á neytendur og er því mikilvægt framlag til fræðanna. Jafnframt veitir hún markaðsfólki upplýsingar sem geta hjálpað því að ákvarða hvort það eigi að auglýsa í hlaðvarpi og hvað ber að hafa í huga við val á hlaðvarpi. Mælst er til með að vandað sé til verka, en trúverðugleiki þáttastjórnandans og geta hans til þess að fá hlustendur til að mynda einhliða samband við sig skiptir verulegu máli fyrir árangur auglýsingarinnar

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Msc._HannaDisGestsdottir.pdf2.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysing.pdf120.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF