Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37930
Hið opinbera þarf í sífellt meira mæli að huga að nýsköpun og þróa lausnir sem falla að væntingum um opinbera þjónustu. Í þessu samhengi eru vaxandi kröfur gerðar til stjórnenda hins opinbera um að þeir skapi hvata til nýsköpunar innan sinna stofnana. Með valdeflingu og árangur að leiðarljósi hefur athyglin beinst að millistjórnendum en þeir ásamt starfsmönnum sínum koma oftast fram með hugmyndir að nýsköpun og eru í lykilstöðu þegar kemur að miðlun upplýsinga milli framlínu og framkvæmdastjórnar.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig millistjórnendur upplifa hlutverk sitt á sviði nýsköpunar og hvert athafnafrelsi þeirra er til að stuðla að framgangi nýsköpunar¬verkefna. Til að varpa ljósi á viðfangsefnið var eigindlegri aðferðafræði beitt. Alls voru tekin 12 viðtöl við millistjórnendur átta opinberra stofnana.
Helstu niðurstöður eru að millistjórnendur hafa sjaldnast formlegt hlutverk á sviði nýsköpunar en óháð því leggja sumir þeirra áherslu á stýringu nýsköpunar ásamt daglegum rekstri. Millistjórnendur virðast hafa mismunandi sýn á inntak og mikilvægi athafnafrelsis og upplifa það einnig á ólíkan hátt út frá kröfum og takmörkunum sem geta verið til staðar. Út frá þessum niðurstöðum er lagt til að gera hlutverk og athafnafrelsi að umræðuefni innan stofnana með það að markmiði að auka árangur á sviði nýsköpunar. Vísbendingar eru um að þessi málefni séu lítið sem ekkert rædd innan opinberra stofnana. Millistjórnendur geta einnig sjálfir leitað leiða til að auka athafnafrelsi sitt en það er sjónarhorn sem sumir eru ekki meðvitaðir um.
The public sector needs to increase the focus on innovation and develop solutions that meet the expectations of public services. In this context, there are growing demands on public managers to create incentives for innovation within their organizations. With empowerment and success in mind, the focus of attention has shifted to middle managers, as they and their staff often come up with ideas for innovation and are in a key position when it comes to sharing information between the front line and the executive.
The aim of the study was to examine how middle managers experience their role in the field of innovation and what their manoeuvring space is in promoting the progress of innovation projects. A qualitative methodology was used to shed light on the subject. A total of 12 interviews were conducted with middle managers of eight public organizations.
The main findings are that middle managers rarely have a formal role in the field of innovation, but regardless, some of them lay emphasis on innovation management as well as day-to-day operations. Middle managers have different views on the content and importance of manoeuvring space and they experience it differently based on the demands and constraints that may exist. Based on these results, it is proposed to make role and manoeuvring space a topic of discussion within organizations with the aim of increased successful result in the field of innovation. There are indications that these issues are rarely discussed within public organizations. Middle managers can also look for ways to increase their manoeuvring space, but this is a perspective that some are not aware of.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlutverk millistjórnenda í opinberri nýsköpun_4.5.2021.pdf | 1.75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing undirritud.png | 674.72 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |