is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37932

Titill: 
 • Áhugakönnun fyrir börn og unglinga: Er hægt að meta áhugasvið byggt á áhugamálum og tómstundum ?
 • Titill er á ensku Interest inventory for children and teenagers: Is it possible to assess the structure of interest based on leisure activities?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að meta áhuga barna og ungmenna út frá athöfnum þeirra í frítíma. Frumútgáfa tómstundakönnunar var gerð byggt á þremur meginflokkum tómstundatengdra athafna: í rafheimum, formlegar og óformlegar. Þátttakendur voru 283, 128 stúlkur og 139 drengir, á aldrinum 15-16 ára. Góð dreifing var á öllum atriðum og allir svarmöguleikar voru nýttir, kynjamunur í svörum þátttakenda var eins og við var búist í ljósi fyrri rannsókna á áhuga hérlendis (Einarsdóttir og Rounds, 2020). Það gefur til kynna að hægt sé að nota tómstundatengd atriði við mat á áhuga unglinga. Til að meta formgerð tómstundáhuga var nokkrum leitandi greiningum beitt. Niðurstöður meginþáttagreiningar (e. Principle-component analysis) og fjölvíddargreiningar (e. Multidimensional Scaling) skiluðu víddum sem svipar til þeirra sem hafa komið fram í fyrri rannsóknum á áhuga t.d. vídda líkan Prediger (1982) um fólk-hluti og hugmynd-gögn sem og kenningu Gottfredson (1981) um áhrif kynbundinna staðalímynda á áhuga og fyrri rannsóknum hérlendis (Einarsdóttir, Rounds og Su, 2010). Fylgni á milli niðurstöðu meginþáttagreiningar og fjölvíddargreiningar gaf til kynna að þessar aðferðir skili svipuðum víddum en þó ekki alveg þeim sömu. Túlkun var ekki óyggjandi þar sem þetta er fyrsta tilraun til túlkunnar og er hún gerð með þeim fyrirvara. Niðurstöður þáttagreiningar (e.Unweighted-least-squared; áttaþáttalausn) benda til þekktra áhugasviða t.d. félags- og handverkssviðs Hollands (1997). Skapandi þáttur kom einnig skýrt fram sem svipar til listasviðs. Atriði tengd rafheimum t.d. tölvuleikir mynduðu sérþátt og vísbendingar voru um að staðsetning athafna hefðu áhrif líkt og sést hefur í fyrri rannsóknum á börnum (Tracey og Waard, 1998). Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægar fyrir hagnýta og markvissa náms- og starfsráðgjöf með ungmennum og fyrir frekari rannsóknir á þróun áhuga barna hérlendis.
  Lykilhugtök: Áhugakönnun, formgerð áhuga barna, tómstundatengdar athafnir.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The aim of this study was to explore the possibility of assessing the interest of teenagers based on their leisure activities. A developmental version of a leisure based interest inventory was constructed applying activites from three main categories: digital, formal leisure and freetime. The sample consisted of 283 participants, aged 15-16 years old; 128 girls, 139 boys and 3 non-binary. The full range of the response scale was used in all items showing acceptable distributions, gender difference were as expected in light of previous research on interest in Iceland (Thorsteinsson, 2009; Einarsdóttir and Rounds, 2020). This suggests leisure activities are applicable to capture interests among teenagers. Explorative analytic methods were applied to test if known dimensions of interests emerged. The results of a principle component analysis and multidimensional scaling indicate that dimensions similar to those previously reported in studies of interest (Einarsdóttir, Rounds and Su, 2010) e.g. the two dimensional model of Prediger (1982) of people-things and ideas-data as well as sex-types suggested by Gottfredson's theory (1981) are influencing the responses. The extracted dimensions of the principal component analysis (six-componentes) and a multidimensional scaling (four-dimensions) converged partly and their interpretation is somewhat inconclusive. An unweighted least-squared analysis (eight-factors) resulted in quite clear social and realistic factors (Holland, 1997). A somewhat more specific artistic factor emerged but digitial items loaded all on one factor and the solution suggests that locus of activity influences teenagers responses to leisure activities as suggested in previous resarch on children. The results of the study are important for career counselors that work with young people and to further the research into the structure and development of interests structures.
  Keywords: Interest inventory, structure of childrens‘ interest, leisure activities.

Samþykkt: 
 • 4.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna María Vignir (2021).pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf185.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF