is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37943

Titill: 
  • Upplýsingaóreiða: Birting, áhrif og afleiðingar á íslenskt samfélag
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtökin falsfréttir og upplýsingaóreiða hafa verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri. Í upphafi var einkum fjallað um falsfréttir í tengslum við stjórnmál þar sem misvísandi og jafn vel röngum fréttum var dreift á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að hafa áhrif á niðurstöður kosninga. Útbreiðsla COVID-19 hefur svo enn frekar sýnt fram á mikilvægi þess að almenningur geti átt greiðan aðgang að áreiðanlegum upplýsingum og spornað sé gegn miðlum sem ala á sundrung með misvísandi upplýsingum án þess þó að skerða tjáningarfrelsi.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða birtingarmynd upplýsingaóreiðu í íslensku samfélagi, áhrif hennar og hugsanlegar afleiðingar. Leitast var eftir að skilgreina hvað felst í upplýsingaóreiðu, hvernig hún birtist í íslensku samfélagi og til hvaða aðgerða stjórnvöld hafa eða gætu gripið til til að sporna við upplýsingaóreiðu. Fjallað verður um með hvaða hætti megi beisla miðlun og neyslu upplýsinga úr því sem komið er og hvernig samrýmast hugmyndir um að koma böndum yfir upplýsingar hugmyndum um tjáningarfrelsi?
    Með tilkomu samfélagsmiðla getur hver sem er deilt upplýsingum án þess að heimildir á bak við þær séu yfirfarnar af blaðamönnum eða öðrum fagaðilum sem ætlað var að vinsa úr óábyggilegar upplýsingar frá áður en þær fóru í almenna dreifingu sem þótti eitt höfuðhlutverk fjölmiðla. Ofgnótt upplýsinga dynur á almenningi og erfitt getur reynst að greina áreiðanlegar heimildir og óáreiðanlegar heimildir og hafa margar stofnanir heims haldið því fram að upplýsingaóreiða geti ógnað lýðræðissamfélögum sem byggja á upplýstu vali kjósenda, og jafnvel ógnað lífi fólks með því að hvetja til árása eða hunsunar á sóttvarnartilmælum. Lýðræðisríki geta þó seint gripið til aðgerða sem setja þungar skorður á tjáningarfrelsi. Þá er ekki hægt að sporna gegn þeim tækniframförum sem skapað hafa gervigreind og þar með aukið möguleika aðila til að dreifa röngum upplýsingum. Til þess að takast á við upplýsingaóreiðu þarf að leggja aukna áherslu á gagnrýna hugsun og upplýsingalæsi sem og sterkt regluverk um notkun persónuupplýsinga. Rannsóknin hér á eftir var framkvæmd með eigindlegum rannsóknaraðferðum og fjallar um þær hættur sem hafa skapast vegna upplýsingaóreiðu, söfnun persónuupplýsinga og leiðir til að greiða úr stöðunni – upplýsingalæsi almennings.

Samþykkt: 
  • 4.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mónika_Elísabet_Kjartansdóttir_MIS.pdf875.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skila í skemmu.jpg125.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG