Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37944
Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu einstaklinga sem standa í stríði við erfiðar andlegar áskoranir, eins geðhvörf og geðklofa, eða glíma við óhefðbundnar upplifanir eins og að heyra raddir, sjá sýnir eða þola annarskonar skynjanir. Markmiðið var að ræða við einstaklinga úr tveimur mismunandi hópum með mismunandi skilning á örsökum andlegra erfiðleika sinna og bera saman. Samanburðurinn þjónaði þeim tilgangi að sýna fram á að mismunandi skilningur á orsökum andlegra erfiðleika stýrir ólíkum viðhorfum til bata og viðbrögðum til þess að ráða bót á vanda sínum. Í fyrri hópnum sem var rætt við voru einstaklingar úr samtökunum Hearing Voices Iceland. Markmið Hearing Voices Iceland samtakanna er að veita fólki með óhefðbundnar upplifanir öruggt umhverfi til þess að vinna þær á ósjúkdómsvæddan hátt, opna umræðuna um fólk með þessar upplifanir og berjast gegn fordómum. Flestir félagar samtakanna líta á upplifanir sínar sem eðlilegar og geðræna erfiðleika sína sem eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ástandi. Í hinum hópnum voru einstaklingar sem hafa verið greindir með geðklofa og gangast við læknisfræðilegum útskýringum á ástandi sínu. Rannsóknin fór þannig fram að tekin voru alls átta viðtöl við valda einstaklinga úr þessum tveimur hópum, fjögur við einstaklinga úr Hearing Voices Iceland samtökunum og fjögur við einstaklinga sem aðhyllast læknisfræðilegar útskýringar. Til þess að fanga kjarna rannsóknarinnar var notast við rannsóknarspurninguna: Hvernig skildu einstaklingarnir orsök geðrænu erfiðleika sinna og/eða upplifana, hvað hafði áhrif á þennan skilning, hvaða áhrif hafði þess skilningur á viðbrögð einstaklinga til þess að ráða bót á vanda sínum og hvað augum líta þeir bata frá geðrænum erfiðleikum sínum? Auk þess var rætt við Auði Axelsdóttur um mismundi stefnur og strauma í geðheilbrigðiskerfinu. Niðurstöður voru á þá leið að hér var um mjög ólíka einstaklinga að ræða sem höfðu mjög ólíka reynslu af upplifunum og veikindum. Þeir höfðu þó það flestir sameiginlegt að hafa orðið fyrir áföllum og öðrum erfiðleikum á lífsleiðinni. Einnig höfðu þeir flestir upplifað nauðungar í samskiptum sínum við geðheilbrigðiskerfið. Viðbrögð þeirra við að glíma við og ráða bót á geðrænum vanda sínum voru mjög mismundi eftir hópum. Einnig voru viðhorf þeirra til bata gjörólík. Þeir áttu það hins vegar sameiginlegt að hafa þurft að glíma við erfiðar tilfinningar sem fylgdu veikindunum og upplifunum og hafa haft mikið fyrir því að reyna lifa eðlilegu lífi.
The goal of the study was to investigate the experience of individuals who face difficult mental health challenges such as manic depression and schizophrenia, or deal with atypical experiences such as hearing voices, seeing visions, or different kinds of perceptions. The goal was to speak with individuals from two different groups with a differing understanding of the causes of their mental difficulties and compare the results. The comparison served the purpose of demonstrating that the understanding of the causes of mental difficulties affects the attitude toward recovery and the reactions to remedying one’s issue. The first sample group consisted of members of the association Hearing Voices Iceland. The goal of the association is to provide a safe environment for people with atypical experiences to work through them in a non-medical way, open a discussion about people with these experiences, and fight against prejudice. Most members of the association see their experiences as a normal part of themselves and their mental health issues as a normal reaction to abnormal circumstances. The second sample group consisted of individuals who have been diagnosed with schizophrenia and acknowledge the medical explanations for their condition. The study was conducted by taking eight interviews with select individuals from these two groups. Four with individuals from the association Hearing Voices Iceland and four with individuals who subscribe to medical explanations. In order to capture the essence of the study the following questions were used: How did the individuals understand the cause of their mental difficulties or experiences? What influenced that understanding? What impact did that understanding have on the individuals’ reaction to remedying their issue? How do they perceive recovery from their mental difficulties? In addition to this, Auður Axelsdóttir was consulted about different policies and approaches within the mental healthcare system. The results demonstrated that the individuals were very diverse and had very distinct experiences of their perceptions and illness. Most of them, however, had experienced trauma and other difficulties at some point in their life. The majority had also experience coercion in their interactions with the mental healthcare system. The reactions to dealing with and remedying their mental health issues varied greatly between the two groups. Furthermore, their perspective toward recovery was completely opposed. Both groups, however, shared the experience of dealing with difficult feelings brought on by their illness and experiences, as well as having struggled greatly to try to live a normal life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman - yfirlýsing_Gretar Bjornsson 090681-3709.pdf | 164,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Eg-heyri-raddir_Gretar-Bjornsson_Meistararitgerd_juni_2021.pdf | 1,04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |