is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37957

Titill: 
  • Vinnumat framhaldsskólakennara sem stjórntæki hins opinbera. Er það að virka?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig nýtt vinnumat framhaldsskólakennara, eins og það er kallað í kjarasamningi KÍ og fjármála- og efnahagsráðherra frá árinu 2014 hefur nýst sem stjórntæki fyrir stjórnendur framhaldsskóla landsins. Rúm fimm ár eru liðin frá því vinnumatið var tekið í gagnið, en þá hafði svokölluð Verkefnisstjórn unnið að undirbúningi þess í um ár. Megin rannsóknarspurningin er hvort vinnumatið sé að virka sem raunverulegt stjórntæki? Hvernig nýtist það við stjórnun skólanna, hefur leiðtogagerð áhrif á nýtingu þess og er það til þess fallið að þróa og bæta skólastarf líkt og kveðið var á um í kjarasamningi?
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á einstaklingsviðtölum við skólastjórnendur framhaldsskólanna en einnig er rýnt í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning nýs vinnumats fyrir framhaldsskólakennara. Rætt er við tvo fulltrúa verkefnisstjórnarinnar, annars vegar fulltrúa Kennarasambands Íslands og hins vegar fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Með því verður reynt að svara þeim spurningum hvaða formlegt hlutverk vinnumatið hefur í kjaraumhverfi framhaldsskólakennara í dag. Þarna vakna spurningar um hvernig vinnumatið var upphaflega skilgreint samkvæmt kjarasamningi, hvers konar stjórntæki vinnumatið er í raun og veru og hvort það er það stjórntæki sem því var ætlað að vera? Þetta viðfangsefni verður skoðað út frá hugmyndum Lester M. Salamon um stjórntæki hins opinbera og verður sérstök áhersla lögð á að skoða það út frá stjórnun, þ.e. stjórnandanum sem leiðtoga og hvernig þeir nýta sér stjórntækið. Stuðst verður einnig við kenningar Douglas McGregor um leiðtogafærni en hann skilgreindi stjórnendur og/eða leiðtoga út frá ákveðnum grundvallarviðhorfum þeirra til starfsumhverfisins og starfsmanna þeirra.
    Með rannsókninni er ljósi varpað á það sem betur mætti fara til að tryggja að vinnumat framhaldsskólakennara verði það stjórntæki sem því er ætlað að vera. Er þetta gert meðal annars til þess að dýpka enn frekar skilning á því, en það er einmitt eitt af markmiðum núgildandi kjarasamnings framhaldsskólakennara og hins opinbera samkvæmt nýlegri bókun viðsemjenda þar sem m.a. hefur verið skipað í vinnuhóp til að halda áfram að þróa vinnumat í framhaldsskólum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research is to study and evaluate the meaning of the so-called Work evaluation model (icel. Vinnumat); a new tool in the wage environment of Icelandic Secondary teachers. The work-evaluation model was formally established via a collective agreement between the Ministry of Treasure and the Association of Teachers in Upper Secondary Schools in 2014. As more than five years have passed since then, it is quite appropriate to consider its value and efficiency; the main purpose being to assess how the work-evaluation model is being used. In addition, to consider its effectiveness as a tool to strengthen the educational system in whole, as regarded in the collective agreement.
    This is a qualitative study constructed around individual interviews with five headmasters at Upper Secondary Schools in Iceland but also with published materials such as The Report of the Preparation committee and two of its original members being interviewed as well. The research is based upon the theories of Lester M. Salamon on the Tools of government and is designed to illustrate how the work-evaluation model implementation could be improved so that it better serves its intended purpose. Theories of leadership will also be addressed to consider how certain leadership types in management use different kinds of measures to apply the tool in a way that works in their work environment.
    The results reveal that the Work-evaluation model is a unique tool of government that is especially designed for its purpose, which is to strengthen the wage environment of Icelandic Upper Secondary School teachers and furthermore strengthen the school system. It was also set to develop and renew education according to the Upper Secondary Education Act from 2008 and a new National Curriculum Guide from 2011. It also reveals what means could possibly strengthen the tool as such, considering its weaknesses according to the lack of dimensions such as equality and visibility.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA-Opinber-stjórnsýsla_vinnumat framhaldsskólakennara_ESR_04052021.pdf659.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ESR_skemma_lokaverkefni_mpa_m2021.pdf304.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF