Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37959
Sveigjanleiki vinnumarkaða er tíðrætt hugtak á meðal hagfræðinga en þó illskilgreint. Það hefur gert það að verkum að rannsakendur eru ekki á einu máli um hvernig best skal hafa áhrif á sveigjanleika vinnumarkaða. Flestir eru þó sammála um að sveigjanleiki vinnumarkaða og þar með geta hagkerfa til að aðlaga launakostnað eftir efnahagsástandi, sé jákvætt einkenni og að ríki eigi að gera það sem þau geta til að auka sveigjanleikann eða viðhalda honum. Árið 1988 komust Calmfors og Driffill að því að sambandi var á milli þess hversu vel ríkjum tókst að aðlaga sig eftir olíukreppuna á 8. áratugnum og hvernig vinnumarkaðir þeirra skipulögðu sig. Sambandið var þó ekki línulegt, þar sem meiri miðstýring skilar alltaf annaðhvort betri eða verri niðurstöðum, heldur var það kryppulaga. Kryppulaga samband lýsir því hvernig lönd sem hafa vinnumarkaði með lítilli miðstýringu og lönd með mikla miðstýringu gengu í gegnum minni kreppu en þau sem skipuðu sig þar á milli. Síðan þá hefur þessi niðurstaða verið einn af hornsteinum vinnumarkaðshagfræðinnar.
Í þeirri rannsókn sem hér er lögð fram er reynt að setja fingur á hvernig vinnumarkaðssveigjanleiki í löndum með mismunandi vinnumarkaði, mismunandi sögu og gildi hefur þróast í gegnum tíðina og hvort sú þróun helst í hönd við miðstýringu vinnumarkaða þeirra á hverjum tíma. Gerð var margvíð aðhvarfsgreining þar sem þróun raunlauna í sex löndum var rannsökuð út frá þróun atvinnuleysis, framleiðni og svo tvíkostabreytur sem greindu áhrif mismunandi stig miðstýringar (raunlaun eru yfirleitt talin vera í neikvæðu sambandi við vinnumarkaðssveigjanleika). Niðurstaðan er að ekki voru greind nein áhrif miðstýringar á þróun raunlauna né var hægt að nema með marktækum hætti að samband raunlauna og atvinnuleysis breyttist við mismunandi stig miðstýringar. Greiningin varpaði þó ljósi á mismunandi stig raunlauna eftir ríkjum og að ríki sem deila landamærum virðast þróast í svipaðar áttir. Bendir þetta til þess að þó miðstýring vinnumarkaða hafi ekki áhrif á sveigjanleika eru stofnanalegar breytur sem eiga rætur í menningu landsvæða áhrifavaldar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Miðstýring vinnumarkaða - mein eða máttur.pdf | 1.67 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf | 378.97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |