is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37963

Titill: 
  • Rafíþróttir: Böl eða blessun á tíma heimsfaraldar? Hlaðvarp um áhrif COVID-19 á rafíþróttamenningu Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í byrjun árs 2020 komu upp fréttir af nýrri kórónaveiru sem átti eftir að hafa áhrif á fólk
    og lifnaðarhætti þess um allan heim. Heimsfaraldur af völdum COVID-19 leiddi til þess
    að ýmis konar boð og bönn voru sett, þar á meðal samkomubann. Þann 13. mars 2020
    var samkomubann sett á á Íslandi og fólk hvatt til að vinna heima og einangra sig eins
    og það gat. Þar sem internetið var orðið nær eina tenging fólks við umheiminn þá rauk
    upp fjöldi þeirra sem byrjuðu að spila tölvuleiki og horfa á rafíþróttir til að tengjast fólki
    annars staðar í gegnum leikina.
    Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) skilgreina rafíþróttir sem „samheiti yfir
    skipulagða keppni í hverskyns tölvuleikjum.“ Íþróttin fer sístækkandi og eru bæði börn
    og fullorðnir farnir að taka þessu alvarlega sem mögulegri framtíðaratvinnu. Í boði eru
    námskeið fyrir börn og nýverið var sett upp rafíþróttastöð í sjónvarpinu. Stór íþróttalið
    hafa stofnað sín eigin rafíþróttalið og RÍSÍ heldur mót þar sem er keppt til vinninga.
    Í þessari greinargerð verður gerð grein fyrir rafíþróttum og hlaðvarpi sem miðli.
    Einnig verður farið yfir vinnuferlið á bakvið hlaðvarpsþætti, sem er hinn hluti þessa
    meistaraverkefnis. Í fyrri þættinum tek ég viðtal við framkvæmdastjóra
    Rafíþróttasamtaka Íslands, Aron Ólafsson, og Arnar Þór Elísson íþróttaáhugamann um
    rafíþróttir sem íþrótt. Í seinni þættinum tala ég við yfirþjálfara rafíþróttadeildar Fylkis,
    Bjarka Má Sigurðsson, um starfið þar og Helgu Sigurðardóttur, foreldri barns sem hefur
    æft rafíþróttir, um æskulýðsstarfið í miðjum heimsfaraldri og kosti og galla þess.

  • Útdráttur er á ensku

    In early 2020, there was news of a new corona virus that would affect people and their
    lifestyles around the world. A pandemic caused by COVID-19 led to a number of
    limitations and bans, including a ban on gatherings. On March 13, 2020, a ban on mass
    gatherings was imposed in Iceland and people were encouraged to work from home and
    isolate themselves as much as they could. As the internet became almost the only
    connection for people to the outside world, a large number of people started playing
    video games and watching eletronic sports, or e-sports, to connect with people
    elsewhere through the games.
    The Icelandic Electronic Sports Association (í. Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ)
    defines electronic sports as "a synonym for organized competitions in all kinds of
    computer games." There are courses for children and recently an e-sports station was set
    up on television. Large sports teams have formed their own e-sports team and RÍSÍ
    holds tournaments where teams compete for prices.
    In this report, e-sports will be explained, as well as podcasts as a medium. The
    work process behind the podcast episodes, which is the other part of this master project,
    will also be reviewed. In the first episode I interview the director of the Icelandic
    Electronic Sports Association, Aron Ólafsson, and Arnar Þór Elísson, sports enthusiast,
    about e-sports as a sport. In the second episode I talk to the head coach of Fylkir's esports
    department, Bjarki Már Sigurðsson, about the work there, and Helga
    Sigurðardóttir, a parent of an e-sport training child, about the youth work in a middle of
    a pandemic and the pros and cons of that.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafíþróttir-covid þáttur 1 Ragnhildur.mp357.13 MBOpinnHlaðvarpMPEG AudioSkoða/Opna
Rafíþróttir-covid þáttur 2 Ragnhildur.mp348.11 MBOpinnHlaðvarpMPEG AudioSkoða/Opna
scan.pdf301.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Rafíþróttir-covid greinargerð Ragnhildur.pdf3.6 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna