is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37970

Titill: 
  • Lýðstjórnarlýðveldið Kongó: Þar sem hver einræðisstjórnin tekur við af annarri
  • Titill er á ensku The Democratic Republic of the Congo: Where one authoritarian regime replaces another
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðgangsefni þessarar ritgerðar er að athuga hvaða þættir hafa áhrif á langvarandi stjórnarfyrirkomulag einræðis í Kongó. Þrátt fyrir að hafa öðlast sjálfstæði fyrir meira en 60 árum hefur ekki tekist að koma á lýðræði. Margvíslegar ástæður liggja að baki þess og má lýta á ýmsa þætti sem hafa áhrif á aðstæður í Kongó í dag. Stjórnunarhættir ríkisins hafa einkennst af einræðisstjórn þar sem þröngur hópur fer með öll völd ríkisins. Arðrán og einokun á náttúruauðlindum og afurðum þeirra, hafa viðgengist að hálfu þeirra sem stjórna allt frá nýlendutímabilinu.
    Til þess að útskýra meginviðfangsegni ritgerðarinnar fjallað um kenningar og skýringar sem ýmist fjalla um það hvers vegna ríki eru einræðisríki, hvað setji þróun ríkja í lýðræðisátt í skorður og mögulegar aðstæður sem þurfa að vera til staðar til þess að ríki gætu færst í lýðræðisátt. Því er saga Kongó rakin allt frá nýlendutímabilinu fram að deginum í dag. En til þess að skilja þær aðstæður sem að ríkið býr við í dag, verða kenningar og útskýringar sem eiga við meginviðfangsefni ritgerðarinnar, mátaðar við sögulegt samhengi ríkisins.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á langvarandi stjórnarfyrirkomulag einræðis í Kongó séu stofnanalegar skýringar, efnahagslegar skýringar og skýringar félagslegra klofningsþátta.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, þar sem hver einræðisstjórnin tekur við af annarri.pdf478.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ld.php (1).pdf834.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF