is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37979

Titill: 
 • Að ósk konu. Hvernig komust breytingar á löggjöf um þungunarrof á dagskrá stjórnvalda?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á opinbera stefnumótun hvað varðar löggjöf um þungunarrof. Rannsóknarspurningin verður höfð þar að leiðarljósi, það er hvernig komust breytingar á löggjöf um þungunarrof á dagskrá í tvígang hérlendis.
  Í fyrra tilfelli urðu breytingar á löggjöf um þungunarrof árið 1975 og í seinna tilfelli árið 2019. Dagskrárkenningar opinberrar stefnumótunar verða lagðar greiningunni til grundvallar, en þá sérstaklega kenning John W. Kingdon um straumana þrjá og glugga tækifæranna, það er vandamála, stefnu og pólitíski straumurinn og kenning Baumgartner og Jones um raskað jafnvægi. Aðdragandi frumvarpa til laga um breytingar á löggjöf um þungunarrof er svo settur í samhengi við þær kenningar.
  Meginniðurstöður eru þær að í báðum tilfellum óskuðu sérfræðingar og aðrir hagsmunaaðilar eftir endurskoðun á lögum um þungunarrof en torveldara reyndist að sammælast um lausn í fyrra sinn en seinna. Í fyrra tilfelli það er lagabreytinga árið 1975 skipti barátta hagsmunaaðila miklu máli, en þar fóru Rauðsokkur mikinn í baráttu fyrir frjálsum fóstureyðingum. Þá gengu aðrir hópar, svosem Læknafélag Íslands frammi fyrir því að frjálsar fóstureyðingar yrðu ekki lögfestar. Rauðsokkur beittu sér í hvers kyns vitundavakningu um málið og héldu jafnvel þannig athygli á því jafnvel þó margir hverjir hefðu eflaust viljað láta kyrrt við liggja.
  Í seinna tilfelli, það er lagabreytinga árið 2019 ríkti meiri samstaða um breytingarnar en tillögur nefndar sem falið var að endurskoða lögin voru nánast alfarið lagðar til grundvallar því frumvarpi sem svo varð að núgildandi lögum.

Samþykkt: 
 • 5.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKJAL BA.pdf416.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skönnuð.pdf227.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF