Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3798
Eftirfarandi ritgerð fjallar um skólasögu fjögurra einstaklinga á árunum í kringum 1950. Hún fjallar um mismunandi valmöguleika og leiðir sem viðmælendum okkar stóðu til boða. Reynt var að skyggnast inn í tíðarandann og fá innsýn inn í almennt líf á þessum tíma. Viðtöl voru tekin við tvær konur og tvo karla sem fædd eru á árunum 1942-44 og ólust upp á misstórum þéttbýlisstöðum utan Reykjavíkur. Jafnframt var viðtölunum fylgt eftir með símaviðtölum jafnóðum þegar spurningar vöknuðu um tiltekin atriði.
Helstu niðurstöður eru að skipulag skólastarfs, á stöðunum sem til umfjöllunar eru í ritgerðinni, virðist hafa verið með mjög líkum hætti. Þessir þéttbýlisstaðir, þó misstórir séu, hafa því fylgt gildandi lögum um fræðslu barna á þessum tíma og lauk skyldunáminu með unglingaprófi. Námsefni og kennsluaðferðir voru mjög áþekkar og ræður þar mestu menntun kennara og fastar hefðir í skólahaldi. Reynsla heimildarmanna okkar af skólanum var því svipuð en það var jafnframt margt sem kom á óvart og hefur breyst þegar skólastarf og almennt líf fólks á þessum tíma var skoðað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Microsoft Word - lokaloka..pdf | 1.12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |