Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37980
Vörumerkjaréttur flokkast til eignaréttinda en er sérstakur um margt. Hann er ekki eins fastur í hendi og almennt á við um slík réttindi. Í fyrstu kann að virðast sem skráning feli í sér áreiðanlega viðurkenningu á tilvist vörumerkjaréttar en ýmis sérstök sjónarmið gilda um slíka skráningu. Í ritgerðinni er varpað ljósi á það í hvaða tilvikum skráning vörumerkis verður afnumin samkvæmt vörumerkjalögum og hvaða réttaráhrif slík aðgerð hefur í hverju tilviki fyrir sig. Sérstaklega er í því sambandi fjallað um hvernig réttaráhrifin horfa við eignarréttarlegu eðli vörumerkjaréttar sem og hvort og þá í hvaða tilvikum eigandi skráðs vörumerkis þarf að taka mið af þeim við mat á því hvort og þá með hvaða hætti hann fylgir vörumerkjarétti sínum eftir.
Varpað er ljósi á inntak vörumerkjaréttar, einkarétti eiganda, og þeirri vernd sem í slíkum rétti felst. Fjallað er meðal annars um nokkur helstu hugtök þar á meðal sjálft vörumerkjahugtakið. Skoðaðir eru stofnunarhættir vörumerkjaréttar og staða eiganda vörumerkjaréttar á grundvelli notkunar og skráningar borin saman í ýmsu tilliti.
Skoðuð eru sérstaklega atriði er leitt geta til ógildingar eða niðurfellingar skráningar og sjónarmið sem koma til athugunar við mat á þeim atriðum. Þá er einnig fjallað um réttaráhrif ógildingar og niðurfellingar í ýmsu tilliti.
Að lokum eru skoðuð þau úrræði sem eiganda vörumerkis standa til boða telji hann brotið gegn rétti sínum. Annars vegar vegna skráningar annars vörumerkis en hins vegar vegna eiginlegra brota á vörumerkjarétti, sem einkum felast í heimildalausri notkun. Þau úrræði, sem koma til skoðunar þegar um er að ræða skráningu á vörumerki sem stangast á við eldri rétt, fara eftir því á hvaða tímapunkti brugðist er við. Fjallað er um með heimild til að bregðast við skráningu merkis, lögvarða hagsmuni og á hvaða grundvelli er unnt að bregðast við skráningu vörumerkis. Þá er fjallað um mismunandi úrræði sem eigandi vörumerkis getur nýtt sér þegar hann telur notkun annars brjóta gegn vörumerkjarétti sínum til dæmis bann við tiltekinni notkun, lögbann, skaðabætur og fleira.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Inntak og vernd vörumerkjaréttar .pdf | 867,19 kB | Lokaður til...04.05.2100 | Heildartexti | ||
skemman yfirlýsing undirritað.pdf | 4,07 MB | Lokaður | Yfirlýsing |