is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37989

Titill: 
  • "Eins og að vera hent í djúpu laugina svo við lærðum bara að synda": Lærdómur og breyttar áherslur fyrirtækja í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
  • Titill er á ensku Companies knowledge and different strategies following the Covid-19 pandemic.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um áhrif kórónuveirufaraldursins á fyrirtæki hér á landi og breyttar áherslur þeirra í kjölfarið. Kórónuveirufaraldurinn er krísuástand sem hefur haft áhrif á heimsbyggðina alla og því hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar þurft að aðlaga sig að aðstæðum eftir takmörkunum hverju sinni. Markmið rannsóknar var að skoða upplifun stjórnenda, innan nokkurra fyrirtækja, af áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi fyrirtækja og hvaða lærdóm þau hafa dregið af ástandinu og hvernig sá lærdómur muni nýtast fyrirtækjum til framtíðar.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við fimm stjórnendur í fyrirtækjum og byggja niðurstöður á upplifun og sýn þeirra á ástandinu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helsti lærdómur stjórnenda þessara fyrirtækja af ástandi faraldursins sé sá að fyrirtæki áttuðu sig á kostum stafrænna miðla og þá sérstaklega vefverslunar en sú þróun sem varð á vefverslunum fyrirtækja í kjölfar faraldursins var þróun sem búist var við að sjá eftir tvö eða þrjú ár. Því leiddi kórónuveirufaraldurinn af sér mikil tækifæri fyrir starfsemi þessara fyrirtækja að auka áherslur sínar á stafræna miðla og vefverslun en í tilviki tveggja viðmælenda breikkaði markhópur þeirra í kjölfarið og í tilviki eins viðmælenda breyttist markhópurinn. Kórónuveirufaraldurinn er krísa sem mun seint falla úr minnum manna þar sem áhrif veirunnar hafa haft áhrif á heimsbyggðina alla. Viðmælendur telja að þessar breytingar sem hafi orðið á starfseminni í kjölfar veirunnar séu komnar til að vera. Áhersla fyrirtækja á stafræna miðla og vefverslun mun líklega halda áfram sem og kauphegðun neytenda sem fer nú fram á netinu í meira magni en áður en áhrif þessarar þróunar er orðin hluti af daglegu lífi margra í dag.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf138.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lærdómur og breyttar áherslur fyrirtækja í kjölfar kórónuveirufaraldursins.pdf489.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna