Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37991
Markmið með ritgerðinni er að skoða sögu siðbótarkonunnar og smáritahöfundarins Argulu von Grumbach og þátttöku hennar í siðbótarhreyfingunni á fyrstu árum hennar í Þýskalandi á fyrri hluta 16. aldar. Argula varð þekkt fyrir bréf sitt til háskólans í Ingolstadt, þar sem hún varði kenningar siðbótarmanna og gagnrýndi háskólasamfélagið og framkomu þess við hinn unga Arsacius Seehofer.
Fordómar og lítilsvirðing hafa oft litað hugmyndir um konur í kristinni trúarhefð, sem kom í veg fyrir að konur gætu tekið fullan þátt í samfélaginu á siðbótartíma. Sannfærð um kristna skyldu sína og nestuð kenningum siðbótarinnar barðist Argula af miklu hugrekki fyrir rétti sínum og annarra til að taka þátt í opinberri umræðu.
The aim of the dissertation is to examine the history of the protestant reformer and pamphleteer Argula von Grumbach and her participation in the first years of the Lutheran reformation in the 16th century Germany. She became famous for her letter to the University of Ingolstadt in which she defended Lutheran doctrines and criticized the academic community and their treatment of the young academic Arsacius Seehofer.
Prejudice and contempt have marked ideas of women in the Christian tradition, which barred women from fully participating in society during the Reformation. Steadfast in the conviction of her Christian duty, equipped with the ideas of the Reformation, Argula bravely advocated for her rights and the rights of others to participate in public discourse.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Siðbótarkonan Argula von Grumbach BA ritgerð Harpa Rós .pdf | 507,78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Yfirlýsing.jpeg | 1,2 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |