is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37995

Titill: 
  • Efnahagslegáhrif COVID-19: Hver eru áhrif Covid-19 á íslenska hagkerfið til skamms- og langs tíma?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Desember 2019 mun lifa lengi í minningum fólks og ekki síður þá árið 2020. Heimsfaraldurinn COVID-19 sem átti upptök sín á matarmarkaði í bænum Wuhan í Kína átti aldeilis eftir að setja heiminn á hliðina. Markmið þessarar ritgerðar er að greina áhrif faraldursins á hagkerfi Íslands til skamms- og langs tíma. Við vinnslu þessarar ritgerðar var að mestu notast við gögn frá Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands og Ferðamálastofu. Þegar þessi ritgerð er skrifuð er faraldurinn í miklum vexti og var því krefjandi að nálgast gögn. Voru því áhrif faraldursins metin út frá ferðaþjónustu þar sem flugsamgöngur á milli landa lágu meira og minna niðri allt árið 2020. Ferðaþjónustan, sem spilar stóran þátt í útflutningstekjum Íslands, varð fyrir algjöru hruni vegna faraldursins. Rannsakandi byrjaði á því að greina þróun lykilstærða hagkerfisins árið 2020, svo sem gengi krónunnar, atvinnuleysi, hagvöxt, útflutning og verðbólgu. Því næst er fjallað um þau þjóðhagfræðilíkön sem notast verður við greininguna til skamms- og langs tíma. Bæði þjóðhagsleg og skammtíma töluleg greining var gerð sem leiddi í ljós að samdráttur í viðskiptajöfnuði sem rekja má beint til faraldursins var um 247.561 m.kr. Gerð voru skil á aðgerðum stjórnvalda sem meðal annars fólust í lækkun stýrivaxta Seðlabankans, en svo lágir vextir hafa aldrei sést áður á Íslandi og þær miklu efnahagsaðerðir sem ríkistjórnin fór í. Reiknað var út hver heildaráhrif faraldursins voru á verga landsframleiðslu eftir að aðgerðum stjórnvalda var beitt, samdráttur í vergri landsframleiðslu er um 198.049 m.kr. á verðlagi ársins 2020. Samdráttur í vergri landsframleiðslu er því talinn vera um 6,3%. Að lokum var gerð greining á langtímaáhrifum faraldursins á hagkerfi Íslands, sú greining var unnin út frá langtíma hagvaxtarlíkani Solow og leiddi í ljós að innspýting varð í tækniframförum sem mun leiða til þess að landsframleiðsla mun aukast og ná nýju langtíma jafnvægi.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð LOKA.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.jpg207.79 kBLokaðurYfirlýsingJPG