Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/3799
Þetta verkefni var unnið sem lokaverkefni til B.Ed. prófs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Það skiptist í tvennt, annars vegar er greinagerð sem hér er kynnt og hins vegar safn verkefna sem öll byggja á útinámi. Í greinargerðinni er hugtakið útinám rætt sem og gildi umhverfisins fyrir fræðslu grunnskólabarna. Kynnt eru sjónarhorn þar sem kennslufræðilegt gildi útináms er rökstutt út frá hugmyndum fræðimanna, uppeldisstefnum og rannsóknum af ýmsum toga. Áhersla er lögð á tilgang útináms, hvernig því megi haga, og gerð grein fyrir mikilvægi þess í námi barna. Markmiðssetning og námsmat eru nauðsynlegir þættir svo hægt sé að fylgjast með árangri útináms og því er það einnig rætt í tengslum við skipulag útináms. Einnig er hér fjallað um samþættingu námsgreina svo mæta megi þörfum allra og leikurinn kynntur sem námsleið til þess að koma til móts við börn á þeirra forsendum.
Seinni hlutinn er eins og áður sagði safn af verkefnum sem eru unnin með ákveðið svæði í huga, svæðið fyrir botni Grafarvogs í austur hluta Reykjavíkur og skógarsvæðið þar hjá. Verkefnasafnið er sérstakt hefti þar sem kynnt eru til sögunnar viðfangsefni sem gert er ráð fyrir að nemendur læri skv. aðalnámskrá í náttúrufræði og umhverfismennt, í bland við önnur skemmtileg viðfangsefni sem líkleg eru til að vekja áhuga nemenda.