en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3800

Title: 
  • Title is in Icelandic Dyslexía : erfiðleikar við lestrarnám og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð fjallar um erfiðleika sem fram geta komið við lestrarnám og hvernig lestur þróast. Fjallað er um lestur almennt, hve mikilvægt það er að þróa lestraröryggi hjá ungum lesendum. Því næst er fjallað um dyslexíu, m.a. farið í fræðin og fjallað um rannsóknir sem hafa verið gerðar á henni. Tekið er viðtal við móður tveggja drengja sem báðir eru greindir með dyslexíu. Í dag eru drengirnir tuttugu og eins árs og átján ára gamlir. Annar er greindur með dyslexíu en hinn með dyslexíu, ásamt athyglisbresti og vísi að ofvirkni. Komið er inn á hversu mikilvægt það er að grípa nógu snemma inn í lestrarferlið hjá nemendum sem eiga í lestrarerfiðleikum með markvissri kennslu. Til eru margar aðferðir við lestrarkennslu og er mikilvægt að kennari geti beitt fleiri en einni aðferð í kennslu sinni.

Accepted: 
  • Sep 30, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3800


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
a_fixed Dyslexía.pdf388.05 kBOpenHeildartextiPDFView/Open