Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38005
Líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum Jarðar minnkar hratt og á maðurinn stóran þátt í orsökum þess. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar velta því upp hvað það er sem minnkar líffræðilega fjölbreytni og hver áhrif mannsins eru í því samhengi, hverjar afleiðingarnar eru fyrir manninn og aðrar lífverur heimsins og hvaða lærdóm við getum dregið af lífsháttum frumbyggja til breytinga á viðhorfum okkar gagnvart náttúrunni. Maðurinn er hluti af lífríkinu sem og allar lífverur og erum við öll háð því að umhverfið sé fært um að færa okkur þær lífsnauðsynjar sem við þurfum. Hröð fólksfjölgun, eyðing búsvæða dýra og plantna, mengun og ýmsar afleiðingar mikillar tæknivæðingar, svo eitthvað sé nefnt, eiga þátt í hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Mannfræðingar hafa ásamt öðrum fræðastéttum rannsakað tengsl mannsins við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Þessi áhugi hófst fyrir alvöru upp úr 1970 eftir að eyðing regnskóganna varð ljós og fólki að umtali og úr varð alþjóðleg stefnumótun um það sem viðkemur manninum og umhverfi hans. Í kjölfarið njóta ýmis samfélög góðs af þeirri einstöku þekkingu og kunnáttu sem frumbyggjar víðs vegar um heiminn búa yfir um náttúruna, vistkerfin og samhljómi þeim sem þeirra eigin samfélög og menning einkennast af í samvist við lífríkið. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að það virðist ekki vera hægt að snúa þróuninni við því sú fjölbreytni sem við erum búin að tapa er horfin að eilífu. Maðurinn virðist þó enn hafa rými til að stöðva þessa þróun þótt það styttist í að sá gluggi lokist. Áframhaldandi samvinna þjóða, útsjónarsemi og rannsóknir geta leitt okkur áfram í lausnamiðaða framtíð. Hluti af henni er að tileinka sér lífsviðhorf frumbyggja til náttúrunnar og með virðingu fyrir lífríkinu í huga og sjálfbærni í verki er mögulega komin leið mannsins og næstu kynslóða til áframhaldandi lífs á Jörðu.
The rapid decrease in the Earth´s biodiversity is largely the fault of human activity. This thesis raises questions about the causes that lead to the degradation of biodiversity and the influence of human activity in that context, the consequences for mankind as well as for other living things and the customs we can adopt from the way of life of indigenous peoples based on their attitude towards nature. Humans belong to the biosphere as do all living things, and we are all dependent upon the ability of our natural habitat to provide us with the essentials of life. The fast-growing human population, the destruction of animal and plant habitats, pollution and the various consequences of vast technologization, among other causes, all contribute to the decline of the Earth´s biodiversity. Anthropologists, along with other disciplines, have studied the relationship between human activity and the decline of biodiversity. Interest in this subject increased even further in the 70´s, when the extent of the deforestation of the rainforest became evident. As a consequence, an international policy formulation was set in motion which focused on human beings and their habitat. As a result many societies have benefitted from the unique knowledge and skills concerning nature and ecosystems possessed by indigenous peoples around the globe, and the way societies and cultures can coexist in harmony with their biota. My conclusions indicate that we will not be able to reverse this ongoing decline in biodiversity, because what is lost is gone forever. Nevertheless, we may still have scope to halt this involution, but time is running out. Continued international cooperation, resourcefulness and ongoing research can lead us to a solution-oriented future. Included in this is our will to adapt our way of life to that of indigenous peoples, with the same respect for nature and the biota, and having the will to work towards sustainability with regard to our resources, which will hopefully result in a path to continued life on Earth.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Guðrún Matthildur.pdf | 552.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Guðrún Matthildur.pdf | 362.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |