is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38010

Titill: 
  • Vald og varalitur: Kynjað vald dragdrottninga
  • Titill er á ensku Power and lipstick: Gendered power of drag queens
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Eftir útskúfun og ofsóknir hefur dragdrottningum verið kippt inn í meginstraum vestrænnar dægurmenningar. Körlum sem klæða sig í kvenmannsföt og ýkja kvenlega eiginleika sína er hampað og fulltrúar dragsamfélagsins hafa öðlast heimsfrægð fyrir iðju sína. Reynsluheimur dragdrottninga er þungamiðja þessarar ritgerðar, þar sem reynt er að varpa ljósi á samspil margvíslegra þátta í eðli og iðju dragdrottninganna; þætti sem lúta jafnt að sjálfsmynd þeirra, kynvitund, kyngervi og kynjuðu valdi. Ólíkir kraftar takast á í tilvist dragdrottninga sem vekja upp áleitnar spurningar um stöðu þeirra, jafnt innan hins víðara samfélags, hinsegin samfélagsins og ekki síst reynsluheims karla. Leitað er svara við spurningum um hvort, og þá hvaða, breytingar eiga sér stað á samfélagsstöðu karlmanna þegar þeir bregða sér í kvenlíki. Hvaða augum líta dragdrottningar sig? Hvers vegna sækja samkynhneigðir menn í dragformið og hvað fá þeir út úr því? Þessum spurningum og fleirum er svarað, auk þess sem þróun dragformsins í aldanna rás er rakin, skilgreiningar á undirstöðuhugtökum dragsamfélagsins reifaðar og margvíslegar fræðikenningar heimfærðar á dragdrottningar og reynsluheim þeirra. Við greininguna er sótt í fjölbreyttan fræðabrunn; allt frá mannfræði og kynjafræði til sagnfræði og húmorsfræði. Að endingu eru helstu álitamál skrifanna dregin saman, sem leiða lesandann að mótsagnakenndri niðurstöðu um stöðu og völd dragdrottninga.

  • Útdráttur er á ensku

    After rejection and persecution, drag queens have been hauled into mainstream Western popular culture. Men who dress in women's clothing and exaggerate their feminine qualities are now revered and representatives of the drag community have gained worldwide fame for their work. Drag queens' collective experience is the focus of this dissertation, which seeks to shed light on the interplay of various factors in the drag queens' nature and occupation; factors that relate equally to their identity, gender identity, gender and gendered power. Different forces compete in the existence of drag queens, which raises pressing questions about their social status; within wider society, queer society and not least, in the world of men. Answers are sought to the questions whether change, and then which change, occur in the social status of men when they act in the guise of a woman. How do drag queens view themselves? Why do homosexuals seek drag and how do they benefit from it? These questions and more are answered, as well as describing the development of drag over the centuries, discussing the definitions of central concepts of the drag community and various theories are applied to drag queens and their collective experience. The analysis draws on diverse sources; from anthropology and gender studies to history and humor. Finally, the main issues of the thesis are summarized, which lead the reader to a paradoxical conclusion about the status and power of drag queens.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa-Sigrún-Eir-Axelsdóttir-BA-ritgerð-drag.pdf456.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni - yfirlýsing um meðferð...jpg134.8 kBLokaðurYfirlýsingJPG