is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3802

Titill: 
  • Feður og skólastarf : hver er hlutdeild feðra í skólastarfi barna sinna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hlutdeild feðra í skólastarfi barna sinna. Tekin voru viðtöl við þrjá feður. Feðurnir sem rætt var við voru á misjöfnum aldri með misjafna menntun og áttu þeir 2-4 börn. Niðurstöðurnar sýna að þessir feður hafa mikinn áhuga á námi barna sinna, þeir gera sér grein fyrir mikilvægi sínu og mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við kennarana. Að ákveðnu leiti skiptast feðurnir á við mæðurnar að sinna námi barna sinna. Að hluta er það vinnutengt en að hluta vegna ákveðnar verkaskiptingar milli hjóna.
    Til þess að fá gleggri mynd af hlutdeild feðra í skólastarfi barna sinna var framkvæmd könnun á þátttöku þeirra í foreldraviðtölum. Könnunin var gerð í viðtölum á annaskilum í grunnskóla úti á landi og merktu umsjónakennarar við fjölda þeirra foreldra sem komu með börnum sínum í viðtölin. Merkt var við hvort móðir kom ein, faðir kom einn eða bæði móðir og faðir komu með barni sínu. Þessi könnun sýnir að mæður eru í flestum tilvikum þær sem sinna því verki að fara með barni sínu í viðtal í skólanum. Feður mæta í sumum tilvikum líka en eru þá oftast með móðurinni líka.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf568.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna