is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38028

Titill: 
  • Veiting nauðungarleyfa til hagnýtingar á einkaleyfisvernduðum lyfjum. Gilda sérsjónarmið um slík nauðungarleyfi?
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvort einhver sérsjónarmið gildi um veitingu nauðungarleyfa til hagnýtingar á einkaleyfisvernduðum lyfjum. Sjaldan hefur reynt á reglur um nauðungarleyfi erlendis og aldrei á Íslandi. Þar af leiðandi hefur lítið verið skrifað um nauðungarleyfi í íslenskum rétti og ástæða þótti til að bæta úr því. Efnið þótti sérstaklega áhugavert í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í heiminum vegna COVID-19 faraldursins og aðgangs að einkaleyfisvernduðum lyfjum.
    Í upphafi ritgerðarinnar er stuttlega gert grein fyrir helstu grundvallaratriðum einkaleyfaréttarins. Hvað sé uppfinning og hver geti verið rétthafi einkaleyfis, hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt fyrir veitingu einkaleyfis, inntaki einkaleyfaréttarins og þær réttlætingar sem liggja að baki honum. Síðan er vikið að almennri umfjöllun um nauðungarleyfi á einkaleyfum, hver sé grundvöllur þeirra og hvert markmiðið sé með tilvist þeirra. Í fjórða kafla ritgerðarinnar fjallar höfundur um almenn skilyrði fyrir veitingu nauðungarleyfis, sem og almennar reglur sem gilda um slík leyfi, t.d. reglur um aðilaskipti og framkvæmd við veitingu þeirra. Því næst er, í fimmta kafla ritgerðarinnar, gerð ítarleg grein fyrir hinum sérstöku skilyrðum fyrir veitingu nauðungarleyfis, t.d. veiting nauðungarleyfa vegna ríkra almannahagsmuna. Í sjötta kafla er síðan farið yfir þær sérreglur sem gilda um einkaleyfi á lyfjum, áður en kannað er hvort sérsjónarmið gildi um nauðungarleyfi í tengslum við lyf. Ritgerðin var skrifuð með mikilli hliðsjón af erlendum fræðiskrifum auk þess sem erlend dómaframkvæmd var skoðuð eftir því sem tilefni var til.
    Niðurstaða rigerðarinnar var að sérsjónarmið gildi um veitingu nauðungarleyfa til hagnýtingar á einkaleyfisvernduðum lyfjum. Það er, af fræðiskrifum og dómaframkvæmd um efnið var dregin sú ályktun að ekki séu gerðar jafn strangar kröfur til lyfja og gerðar eru til annarra uppfinninga þegar kemur að veitingu nauðungarleyfis.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ARS-Meistararitgerð-loka.pdf1,12 MBLokaður til...05.05.2031HeildartextiPDF
ARS-yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf639,46 kBLokaðurYfirlýsingPDF