is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38032

Titill: 
  • "Þetta er partur af þér og verður að endurspegla þig" Persónuleg vörumerki íslenskra listamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Íslenskir listamenn hafa upplifað mikla velgengi með sinni list, ekki bara hérna á Íslandi heldur líka á stóra sviðinu erlendis. Það er hægt að nefna listamenn á borð Björk Guðmundsdóttir, Halldór Laxness, Sigur Rós, Kaleo, Hildur Guðnadóttir og fleiri hafa náð góðum árangri erlendis. Einnig er hægt að nefna mörg dæmi um listamenn sem hafa haldið sér á Íslandi og upplifað mikinn árangur á þeim markaði. Listamenn á borð við Björgvin Halldórsson, Bubba Morthens, Þorlákur Morthens (Tolli) og fleiri hafa nánast einungis gefið út list sína á innlendan markað með góðum árangri í fjölmörg ár. Það er því áhugavert að skoða hvernig íslenskir listamenn starfa á þessum markaði og hvaða tækifæri eru í boði fyrir þá.
    Markmið rannsókarinnar var að gera grein fyrir noktun íslenskra listamanna á sínu persónulega vörumerki og var unnið út frá rannsóknarspurningunni: „Hvernig nota íslenskir listamenn sitt persónulega vörumerki á listmarkaðnum?“. Rannsakandi tók fjögur viðtöl við íslenska listamenn sem hafa í gegnum árin einungis lifað á list sinni.
    Helstu niðurstöður voru þær að viðmælendur gerðu sér grein fyrir sínu persónulega vörumerki og hvernig það hjálpaði þeim að ná árangri á listmarkaðnum. Mismunandi var þó hvenar og hvernig viðmælendurnir skilgreindu sitt persónulega vörumerki. Rauði þráðurinn í niðurstöðunum var að það væri mikilvægt að persónulega vörumerkið endurspegli listamanninn og hans gildi. Viðmælendur voru allir með sterka skoðun á því hvernig þeir vilja koma fram opinberlega og hvernig þeir vilja að neytendur skynji þeirra persónulega vörumerki. Það getur verið snúið fyrir viðmælendur að stjórna skynjun neytenda á þeim en að skilgreina sitt persónulega vörumerki hjálpaði þeim að reyna stjórna henni. Viðmælendur gerðu sér allir grein fyrir mikilvægi þess að mynda sterk tengsl við neytendur/aðdáendur til þess að ná góðri stöðu á listmarkaðnum og viðhalda henni.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
%22Þetta er partur af þérog verður að endurspegla þig%22 Persónuleg vöurmerki íslenskra listamanna.pdf394.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf314.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF