Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38034
Bakgrunnur: Á Íslandi eins og víða erlendis er brottfall úr starfi meðal nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hátt. Ein af ástæðum þess er talin vera líðan þeirra sem tengist hlutverkaskiptum þegar þeir fara úr hlutverki hjúkrunarfræðinema yfir í hlutverk hjúkrunarfræðings. Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna hvers konar aðlögun og stuðning nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar fá þegar þeir hefja störf eftir útskrift, ásamt líðan þeirra í starfi.
Aðferð: Rannsóknaraðferðin var eigindleg og fór gagnaöflun fram með rýnihópaviðtölum. Gagna var aflað í febrúar og maí 2020. Notuð var þemagreining við gagnaúrvinnslu. Þátttakendur voru valdir með tilgangs- og snjóboltaúrtaki. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri á árunum 2018 og 2019.
Niðurstöður: Tekin voru 2 rýnihópaviðtöl. Alls tóku 14 hjúkrunarfræðingar þátt í rannsókninni og voru þeir á aldrinum 26-42 ára. Niðurstöður leiddu í ljós þrjú megin þemu: „Umbreytingin“, „Að vera búin á því“ og „Að brúa bilið“. Fram kom að formlegri aðlögun eftir útskrift var ábótavant og átti aðlögun sér stað á seinni önn þriðja námsárs til að undirbúa nemendur undir að taka hjúkrunarvaktir. Þátttakendur fengu stuðning frá samstarfsfólki, leiðbeinendum, stjórnendum, stuðningshópum og jafningjum. Þeir upplifðu þó nokkra streitu á fyrsta ári í starfi, sérstaklega á fyrstu mánuðunum.
Ályktun: Hlutverkaskiptin geta valdið álagi og vanlíðan hjá nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Mikilvægt er að hafa skipulögð einstaklingsmiðuð aðlögunarprógrömm þegar þeir hefja störf til þess að hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra Skapa þarf vinnustaðamenningu sem tekur vel á móti nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum, kanna líðan þeirra og veita þeim stuðning fyrstu mánuðina eftir útskrift til að auðvelda þeim að brúa bilið milli náms og starfs og koma þannig í veg fyrir ótímabært brottfall þeirra úr starfi.
Lykilorð: Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, aðlögun, stuðningur, hlutverkaskipti og líðan.
Background: In Iceland, as well as globally, the turnover rate of newly registered nurses is high. Stress during the transition from newly graduated nurses into the role of a professional practicing nurse is one of the primary causes. The aim of this study is to explore what kind of orientation and support newly graduated nurses receive when they begin practice after graduation, as well as to explore how they feel when they begin working.
Method: The study is based on qualitative method, using focus groups, and was conducted in February and May 2020. Thematic analysis was used. Both purposeful and snowball samples were used to recruit participants. Participants were nurses who graduated from University of Iceland and University of Akureyri in 2018 and 2019.
Results: Two focus groups interviews were conducted. A total of fourteen newly graduated nurses participated aged 26-42 years old. Three themes were analyzed: ,,transition’’, ,,exhaustion’’ and ,, bridging the gap’’. Formal Orientation was deficient and occurred primarily during the spring semester of the third year to prepare students for nursing shifts. Participants experienced support from their colleagues, mentors, managers, support groups and peer support. They experienced some stress during their first year at work, particularly during the first months of practice.
Conclusion: The transition process can induce stress and discomfort for new graduate nurses. When they initiate their work, it is important to offer formal individualized orientation program at the workplace to have a more positive effects on their well-being. In addition, it is imperative to create a welcoming and a supportive working environment which fosters supportive organizational culture, to monitor how they are feeling and to provide support for newly graduates. This is particularly important during their first months in professional practice to ease the transition over the theory-practice gap between school and workplace and to prevent premature dropout.
Key words: New graduate nurses, orientation, support, transition, and well-being.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefnið Jóhanna Lind 160578-3199.pdf | 870.77 kB | Lokaður til...03.05.2024 | Heildartexti | ||
20210505T130319.pdf | 307.37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |